18.9.2022 | 10:13
Frábærar athugasemdir gegn áróðursskrifum fyrir Rússahatri.
Ég gerist hér svo djarfur að endurbirta tvær frábærar athugasemdir hér af síðunni, eina stutta og aðra nokkuð langa og svör blogghöfundar við þeirri fyrri. Ég vona að þessi framhleypni mín verði einungis til gagns og gamans fyrir viðkomandi og sem flesta aðra sem mögulega hafa farið á mis við herlegheitin.
Skrúfað fyrir allt af beggja hálfu.
Af hverju ættu Russar að afhenda gas af því bara það vantar, en fá ekkert sjálfir sem vantar. ?
Böðvar Guðmundsson, 6.9.2022 kl. 11:38
Bjarni Jónsson höfundur bloggfærslunar "Orkustríð Rússlands við önnur Evrópulönd" svarar:
I þessari athugasemd er siðferðisleg staða Rússlands og Evrópulandanna lögð að jöfnuu, en höfundurinn horfir alveg framhjá upptökum deilunnar og atburðarásinni. Það var sett viðskiptabann á Rússland í refsingarskyni fyrir að rjúfa friðinn í Evrópu með stórfelldri innrás í Úkraínu í því skyni að leggja hana undir sig. Það var gerð undantekning með eldsneytisgasið og það greitt með rúblum, eins og Rússar heimtuðu, en Rússar brutu jafnvel þennan eina viðskiptasamning. Þeir hafa nú komið til dyranna, eins og þeir eru klæddir og sýnt, að þeim er í engu treystandi. Þeir munu ekki ríða feitum hesti frá öllum þessum viðskiptum.
Bjarni Jónsson, 6.9.2022 kl. 17:30
Borgþór Jónsson skrifar nýja athugasemd:
Greiðsla fyir gas í rúblum var ekki viðskiftasamningur,það voru úrslitakostir Rússa.Það fylgdi því engin skuldbinding um að halda áfram að selja gas til Evrópu.Hér verður að hafa í huga að fyrir nokkrum árum þá sögðu ríki Evróððu upp öllum samningum við Rússland um kaup á gasi að Þýskalandi undanskildu ,að hluta.
Þessi sanmningur við Þjóðverja hefur alltaf verið virtur og er enn virtur.
Þjóðverja hafa fyrir löngu fengið allt gas sem Rússar voru skuldbundnir að selja þeim. Rússar hafa engar skuldbindingar umfram það. Undirliggjandi í þessum hroka er gamla nýlenduhugsunin. Þeir eru herraþjóð og aðrar þjóðir eiga að fórna eiginhagsmunum ef það kemur betur út fyrir ESB,eða elítuna í ESB öllu heldur Í hömlulausum hroka sínum finnst ESB að Rússar séu skuldbundnir að selja þeim gas þrátt fyrir að ESB hafi sjálft sagt upp flest öllum samningum þar um.
Rússar hafa ekkert brotið á Evrópubúum en ESB hefur á hinn bóginn brotið nánnast alla samninga við Rússa plús öll alþjóðalög og samninga sem fjalla um viðskifti. Þetta hefur meira að segja leitt til hreinna þjófnaða á eigum Rússneskra fyrirtækja,einstaklinga og Ríkisins.Þetta afnám laga og réttar kemur til með að hafa vondar afleiðingar til langs tíma. Þegar þjóðarleiðtogar grípa til svona gripdeilda á alþjóoðavettvangi þá er stutt í að þeir fari að beita sömu meðulum gagnvart eigin þegnum. Þetta er þegar hafið. Nú færist í vöxt að eigur fólks eru gerðar upptækar ef viðkomandi fylgir ekki línu stjórnvalda í einhverjum atriðum.
Vestræn samfélög eru að breytast í einhverskonar Sómalíu þar sem ofbeldi ríkisins gagnvart einstaklingum fer hratt vaxandi Menn kalla þetta viðskiftaþvinganir ,en þetta er í raun einungis brot á viðskiftaháttum og samningum.
Þjóðir heims fylgjast með þessu og niðurstaðan er og verður í vaxandi mæli að þjóðarleiðtogar heims eru að draga sínar þjóðir út úr viðskiftaumhverfi Vesturlanda og búa tíl nýtt. Þær gera sér grein fyrir því í vaxandi mæli að ef þær taka hagsmuni eigin þjóða fram yfir hagsmuni stjórnenda Vesturlanda verður þetta Vestræna viðskiftakerfi notað til að leggja viðkomandi þjóð í rúst.
Nato kom þessu stríði á af því að þeir vildu leggja Rússland í rúst og hirða auðlindir þeirra. Þetta er í raun beint framhald af þörf Hitlers fyrir Lebensraum og herferð Svíakonungs af því að hann vildi tryggja að hann gæri haft Rússland að féþúfu. - Það hefur ekkert breyst.
Hver árásin rekur aðra til að koma höndum yfir Rússagullið. Þessar árásir hafa alltaf mistekist og þessi kemur til með að gera það líka. Niðurstaðan í þetta skifti verður hinsvegar verri en oftast áður ,vegna breytinga sem hafa orðið í heimsþorpinu.
Það er alveg sama hvernig Úkrainustríðið eða viðskiftastríðið fer ,níðurstaðan er og verður áfram gífurlegur og langvarandi samdráttur í lífskjörum Evrópu. Til lengri tíma kemur Evrópa til að vera álíka mikilvæg fyrir heimslíkamann og rófubeinið er fyrir mannslíkamann.
Upphaf þessara átaka var að Úkrainustjórn drap 14.000 manns fyrir það eitt að þau vildu ekki láta Úkrainska ríkið eyða sér. Það var drepið af því að þau voru Rússnesumælandi og heiðruðu Rússneskar venjur og sögu. Þau sættu sig ekki við að vera svift tungumálinu ,sögunni og samskiftum sínum við ættingja sína í Rússlandi.
Úkrainustjórn ákvað að drepa bara fólkið ,allavega nógu marga til að fólkið léti sér segjast og lofaði stjórninni að eyða sér. Úkrainustjórn neitaði að viðra samninga sem hún hafði gert um að hætta þessu og leita sátta við fólkið á Donbass. Þvert á móti var ljóst að Selenski hafði gert ráðstafanir til að herða enn ofsóknirnar gegn fólkinu og hafði í því skini stóraukið stórskotaliðsárásir sínar á fólkið.
Þetta er upphafið að átökunum.
Það var enginn friður í Evrópu.
Það stóðu yfir stórfelld dráp á almenningi í hjarta Evrópu af ríkisstjórn sem hefur vægast sagt vafasamnar skírskotanir til aumasta lággróðurs 20. aldarinnar.
Borgþór Jónsson, 11.9.2022 kl. 01:15
Bæ
Þýski herinn verði sá best búni í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta kæri bloggvinur.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2022 kl. 19:11
Þakka þér innlitið Helga.
Mér fannst blátt áfram að sérstaklega athugasemd Borgþórs mætti sjást betur, því hann er því miður ekki í augnsýn hér á blogginu, nema í athugasemdum.
Jónatan Karlsson, 18.9.2022 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.