Öll fjármál Íslands í kalda kolum.

Fjármál ríkis og bæjarfélaga þjóðarinnar eru vægast sagt á heljarþröm, eins og rekstur Reykjavíkur fyrri hluta ársins ber nú ljóslega með sér, þrátt fyrir að hér drjúpi smjör af hverju strái.

Blikkandi aðvörunarljós ríkissjóðs í þrúgandi þögn afskiptra ráðþrota yfirvalda og örvæntingarfullar vaxtahækkanir seðlabankastjóra sem virðist þó allar unnar fyrir gíg, nema auðvitað fyrir þann hluta þjóðarinnar sem ávaxtar pund sitt á eymd meirihlutans sem þrælar myrkrana á milli við hlið innflutts láglauna vinnuafls fyrir stöðugum verðhækkunum og nær þó varla eða alls ekki endum saman.

Þetta eru undarlegir tímar og almenning helst talin trú um að ástæður hækkunar leigunar og matarpokans séu vegna illmennsku Rússa og sennilega líka Kínverja og því ættum við að vera stolt af því að herða sultarólina og styðja hnarreist frelsisbáráttu fullvalda viðurkenndra ríkja og auðvitað líka baráttuna við loftlagsbreytingarnar af völdum manna og það helst demókrata.

Ekki má nú meirihluti okkar hyskisins heldur gleyma að láta bólusetja okkur eftir þörfum og auðvitað hætta að segja eða hugsa öll gömlu vondu forboðnu lýsingaorðin sem eðlilega kosta nú a.m.k. ærumissi eins og allir ættu að sjá og skilja.

Rúsínan í pylsuendanum hvað okkur Íslendinga varðar sérstaklega í öllu þessu bilaða samhengi er sú að ég óttast að sú tálsýn sem við flest höfum lagt traust okkar og ævisparnað í og er ég þar auðvitað að tala um heilagan ósnertanlegan marg-þúsund milljarða lífeyris-og björgunarsjóð láglaunafólksins í landinu, að þeir peningar séu löngu týndir og tröllum gefnir og einfaldlega notaðir í eitthvað allt annað.


mbl.is Reksturinn tekur dýfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Skömmustuleg leiðrétting á texta:

- baráttuna við loftlagsbreytingarnar af völdum manna og það helst demókrata.

Á auðvitað að vera:

- baráttuna við loftlagsbreytingar af völdum manna og það helst annara en demókrata.

Jónatan Karlsson, 3.9.2022 kl. 15:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er nema von að manni verði á að búa með þvílíkri öfugga-ríkisstjórn. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2022 kl. 16:15

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér innlitið Helga.

Þið eruð reyndar nokkur hér á blogginu sem eruð bara með þetta.

Jónatan Karlsson, 4.9.2022 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband