Sorgardagur fyrir Reykjavík.

Allt verður ógæfu Reykjavíkur að vopni, mætti segja um þau kosningasvik leiðtoga Framsóknarflokksins í höfuðborginni, þar sem hann gengur í brosandi til liðs við þau sömu öfl sem hann hlaut atkvæði og traust þúsunda borgarbúa til að koma frá völdum.

Það blasir við að allt sem kallað hefur verið hægri eða vinstri í stjórnmálum á ekki lengur við, heldur eru það aðrir hagsmunir sem ráða þar ríkjum.

Það er of langt mál að telja upp öll dæmin um þá feigðarför sem höfuðborg þjóðarinnar er á, en ekki kæmi það á óvart ef það auðnaðist þeim slægu öflum á komandi kjörtímabili að stýra hér hreinlega öllu í kalda kol, og það því miður í orðsins fyllstu merkingu.


mbl.is Nýr meirihluti í borgarstjórn kynntur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband