25.4.2022 | 10:18
Krossfesting Julian´s Assange
Barátta Ögmundar Jónassonar er sannarlega virðingarverð og frábær, en þó verður því miður að viðurkennast að hún varpar einungis óþægilegu ljósi á afskiptaleysi íslenskra ráðherra og þingmanna, sem láta sér fátt um finnast.
Þeim er nefnilega nákvæmlega drull, eins og stúlkurnar syngja um í vinsælu lagi, en það á ekki bara við um ráðamenn, heldur stóran hluta almennings og þá helst þann hluta sem er svo óskaplega jákvæður og skilningsríkur, að illa innrætta raunhyggjufólkið kallar þau hreinlega Góða fólkið - auðvitað innan gæsalappa.
Hluti af opinberri stefnu þessa sama háværa góða fólks í orði kveðnu, er auðvitað frelsi, mannúð og umburðalyndi, en staðreyndin er þvert á móti þöggun, ritskoðun og fordæming eins og blasir við þögla meirihlutanum hvert sem litið er á Vesturlöndum, en líkt og oft, þá erum við hér á Íslandi í meðfæddri minnimáttarkenndinni, kaþólskari en Páfinn sjálfur.
Við samþykkjum athugasemdalaust að drepsóttinni lauk 24 febrúar, sama dag og Rússar réðust inn í Úkraínu og tökum fullan þátt í feminiskri og demokratískri útilokunarmenningu gagnvart þekktum drengjum og mönnum, eða sitjum skjálfandi hjá, þótt stórkostlegt knattspyrnu landslið okkar og margir fremmstu listamenn okkar liggi náir í valnum.
Sorglegt.
Menn ætla ekkert að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag Jónatan. Gæti ekki verið réttara sagt. Hræsnin ríður ekki við einteyming.
Birgir Loftsson, 25.4.2022 kl. 10:53
Sæll Birgir.
Þakka þér innlit og skilning.
Ég dáist að yfirgrips mikilli þýðingu þinni á Járntjaldsræðu Churchill´s 1946, sem ég reyni að grípa í, mér til gagns og gamans á þessum síðustu áhugaverðu tímum.
Jónatan Karlsson, 25.4.2022 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.