17.4.2022 | 11:58
Hver er ákæran í máli Gylfa?
Hvernig er þetta eiginlega með þetta dularfulla mál eða ákæru breskra yfirvalda gegn lang-besta knattspyrnumanni okkar fyrr og síðar, sem enn er dregið á langinn, þó framtíð Gylfa sem ofurstjörnu og reyndar knattspyrnulandsliðs Íslands sé augljóslega eyðilögð, eins og blasir svart á hvítu við okkur öllum.
Það furðulegasta við þessa langloku að mínu mati er það að ekki virðist mega fjalla um sakargiftir eða nöfn, líkt og í einhverri Harry Potter sögu, en eftir því sem ég kemst næst eftir óljósum sögusögnum, þá segja þær að Gylfa hafi orðið á og fallið í þá alkunnu freistingu að glepjast af kvenlegri fegurð og líklega að sofa hjá dularfullri gyðju, sem líklega var undir lögaldri, þó hún væri á skemmtistað fyrir fullorðna - og þá líklega með fölsuð skilríki?
Hefur enginn blaðamaður á Íslandi kjark til að fjalla um þetta mál og upplýsa sannleikann?
Þó stelpulandsliðið sé flott og frækið, þá er það ekkert minna en óþolandi áfall, hver örlög og endalok hins glæsilega íslenska karlalandliðs í knattspyrnu urðu.
Gylfi áfram í farbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Engin ákæra hefur verið gefin út.
Málið er enn til rannsóknar.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.4.2022 kl. 14:54
Það er auðvitað óþolandi að það sé ekki fyrir löngu búið að klára þetta mál og annaðhvort fella það niður eða dæma í því. Og sammála um að þögnin í kringum málið - nákvæmlega hvað gerðist, hve gömul stúlkan var og hver hennar framburður er gerir ekkert annað en að magna upp fordóma i garð þessa langbesta fótboltamanns okkar. Synd að hann fær líklega aldrei aftur að spila annað en bumbubolta í ellinni, - hugsanlega vegna þess að 17 ára stelpa tældi fótboltastjörnuna á skemmtistað í London fyrir einhverjum árum síðan, þar sem aldurstakmarkið er sjálfsagt 20 ára. Óþolandi er rétta orðið.
Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 17.4.2022 kl. 15:43
Sammála þér Jónatan, þetta er ljótur leikur hvaða réttarríkis sem er. Landsliðafyrirliði vinsælasta knattspyrnulandsliðs Íslands, í limbói milli heims og helju, að verða heilt ár án þess að ákæra sé gefin út.
Magnús Sigurðsson, 17.4.2022 kl. 18:29
Ég hef verið að fjargviðrast yfir þessari einkennilegu meðferð á drengnum.Það er svo spurning hvort blaðamenn,landar hans fengju einhverju áorkað þótt spyrðu um ástæðu þessa síendurtekna farbanns.Vinir hans hér í Kópavogi sem þekkja hann svo vel finna virkilega til með honum og undrast eins og við öll hér hvað þetta þarf að taka langan tíma.Vona að þetta verði útkljáð sem allra fyrst.
Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2022 kl. 02:10
Sæll Jónatan.
Aftaka án dóms og laga?
Húsari. (IP-tala skráð) 18.4.2022 kl. 07:42
Sæll Jónatan.
Það er stóralvarlegt athugnarefni íslenskum stjórnvöldum
að þau geri athugasemdir við málsmeðferð
og beini þeim tilmælum til breskra yfirvalda
að hafi réttvísin mál gegn Gylfa þá fylgi hún því eftir
en láti hann annars lausan þegar í stað
Það blæðir í augum að sjá eitthvað þessu líkt.
Húsari. (IP-tala skráð) 18.4.2022 kl. 08:42
Góðan daginn. Athugum að farbann er skerðing á ferðafrelsi og refsing í sjálfu sér. Spurning hvort að þessi refsing sé ekki farin að slaga upp í sjálfa refsinguna fyrir meint kynferðisbrot? Fyrir utan fjártjón. Hef ekki hugmynd hvort hann sé sekur eður ei enda vitum ekkert um málið. Er bara að benda á afleiðingarnar.
Birgir Loftsson, 18.4.2022 kl. 10:25
Sæl verið þið öll.
Sú skýring að rannsókn standi enn yfir er vægt sagt fjarstæðukennd, svo það hlýtur að búa að baki einhver önnur haldbær skýring.
Rannsóknarblaðamennska þekkist því miður ekki hér á landi og yfirvöld og löggæsla almennt aðhlátursefni, en einhverstaðar hlýtur þó einhver að finnast sem þekkir málið.
Í versta falli mætti fara fram á að einhverjar silkihúfur gætu óhreinkað sig við að krefja kollega sína í Bretlandi svara, því Gylfi Þór Sigurðsson er ekki einhver ómerkingur á borð við t.a.m. þá vesælinga sem hurfu í umsjá Breta á stríðsárunum án umtals eða athugasemda, heldur er hér um að ræða frægasta og líklega fræknasta íþróttamann Íslandssögunar.
Er einhver svo bláeygur að geta ímyndað sér að íslensk yfirvöld myndu komast upp með að kyrrsetja breskar knattspyrnuhetjur hér á landi mánuðum saman fyrir einhverjar óljósar sögur um samræði við ólögráða íslenskar stúlkur?
Jónatan Karlsson, 18.4.2022 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.