Sukk og svínarí

Álútir skulu menn ganga og hoknir í hnjánum!
Og horfa með stillingu og festu á íslenska jörð!

Þessi mannlýsing Steins Steinars samræmist ágætlega þolinmæði og þrælslund skattpínds almúgans hér á Íslandi og verður því miður augljósari með hverju óþokka bragði yfirstéttarinnar sem við flóruna bætist.

Það væri of langt mál að ætla að telja upp allan óþverann, nú í kjölfar Íslandsbanka gjörningsins og seinustu stríðs þátttöku okkar, auðvitað enn og aftur að okkur forspurðum, svo ég læt fremur nægja að telja upp einhverja þá kosti sem ég get státað af sem Íslendingur, því þá má líklega telja á fingrum annarar handar, þó ég muni reyndar ekki eftir neinum rétt nú í augnablikinu.

Ég læt nægja að láta í ljós þá skoðun mína, að Katrín, Bjarni, Sigurður og öll þeirra fúla hirð, séu meira og minna sek um spillingu og landráð og ættu að gjalda þess dýrum dómi.


mbl.is Telur að lög hafi verið brotin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Tek heilshugar undir þessi orð þin og bæti við frá minni hlið að aldrei hafa aðrir eins aumingjar, undirlægjur og ræflar verið í ríkisstjórn því það eru þau sem þessi orð Streins Steinarrs eiga hvað best við.

Þessar rassasleikjur og gungur sem þora ekki öðru en hlýða einræðisherranum sem stjórnar í raun íslandi og horfa hnípnir til jarðar, ærulausir með öllu.

Jack Daniel's, 8.4.2022 kl. 18:53

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll vert þú Jack.

Ég er sammála því að Katrín sorglega áberandi strengjabrúða, en Bjarni og Siggi svarti meira í eiginhagsmuna potinu að því mér sýnist. Ég er sammála því að einhver utanaðkomandi gefur þessari svikastjórn skipanir en hver er sá sem þú ert að tala um?

Jónatan Karlsson, 9.4.2022 kl. 10:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bálreið bæti ég í útlitið hjá leppstjórninni hér,ráskunni og vikadrengjum hennar og finnst réttnefni eins þau líta núna út- skítseiði! Það þarf langan tíma að vinna sér inn þann titil frá þjóðinni,enda rótföst hér.  

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2022 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband