26.3.2022 | 11:32
Íslensk lágkúra og undirgefni.
Það er blátt áfram sorglegt að sjá Forsætisráðherra Íslands taka fullan þátt í beinum stuðningi Atlantshafsbandalagsins við Úkraínu með hatursyfirlýsingum og beinum aðgerðum gegn Rússlandi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að Úkraína sé hvorki meðlimur í NATO né Evrópusambandinu.
Það er gleymt að það voru Rússar sem lögðu mest af mörkum og færðu mestar fórnir í baráttunni við Öxulveldin fyrir mannsaldri síðan og beinni aðstoð þeirra við Íslendinga, þegar Bretar beittu okkur þvingunum og ofbeldi og reyndar við fleiri tækifæri. Það má líka rifja upp að þegar bresk herskip eltu íslensku varðskipin jafnvel inn á firði til að sigla þau niður, að þá gagnaðist okkur lítið NATO aðildin og veru herliðsins á Miðnesheiði, sem rótaði við þau tækifæri ekki litla fingri til aðstoðar.
Það var hlægilegt að heyra viðtal á Útvarpi Sögu í gær við meðlim utanríkismálanefndar, Diljá Mist Einarsdóttur, sem æsti sig stóryrt og uppblásin þegar Pétur Gunnlaugsson spurði hana t.a.m. rólega út í málflutning þeirra Kissingers og Ólafs Ragnars Grímssonar, eða samanburðin á viðbrögðum Kennedy´s 1962 við nálægð skotpallana á Kúbu, en uppskar þó í raun ekkert annað en gjamm, ókurteisi og útúrsnúninga frá alþingiskonuni ungu.
Það má líka minna á nýleg orð Sigurðar Inga Innviðaráðherra, önnur en svívirðingar hans um Forseta Rússlands, en þau voru á þann veg að Kjalnesingar ættu að sjálfsögðu að njóta þeirra mannréttinda að geta ráðið um hvort þau heyrðu undir Reykjavík eða annað sveitafélag, svo það er greinilega ekki sama í augum hans, eða hinna kvennana í ríkisstjórninni hvort þau mannréttindi eigi við um sveitarfélög í Austur-Úkraínu eða sveitarfélög á Kjalrnesi.
Erum ekki að fara inn í þessi átök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Diljá Mist í Sjálfstæðisflokknum keppist við að sanna eftirfarandi: A) Að hún sé yfirgelgjan með einfeldningslegustu skoðanirnar, B) Að hún sé í raun kommi í dulargervi. Ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta þannig fólk hafa áhrif.
Rússar eru vissulega að brjóta alþjóðalög, en það hefur einræðisherrann í Norður-Kóreu einnig gert, og ekki er öll heimsbyggðin að fjalla um það eða velta sér við í skelfingu.
Úr því að Rússland er eitt öflugasta ríki heims, kjarnorkuveldi og með sýklavopn og efnavopn er fátt hægt að gera. Heimurinn hefur komið sér í þessa klemmu með því að hafa ekki losað sig við gereyðingarvopn fyrir löngu.
Mannréttindabrot annarsstaðar geta ekki komið öllum við alltaf. Það er bara ákvörðun. Að Vestræn ríki líti á sig sem Páfadóm sem eigi að stunda siðbót í öðrum löndum finnst mér alveg útí hött.
Svo litið sé á þetta öðruvísi: Það er aldrei hægt að fyrirbyggja að ofbeldi sé beitt inni á öðrum heimilum, jafnvel þótt kommúnistar heimsins vilji vera ofaní hvers manns koppi.
Það er bara beizkur sannleikur sem vert er að viðurkenna. Þar til við komumst til paradísar, varla hægt að búast við fullkomnun á jörðinni.
Að vinna með Rússum, milda hart stjórnkerfið þar, hefði átt að vera gert fyrir löngu, samvinna frekar en viðskiptastríð eða önnur stríð.
Ingólfur Sigurðsson, 26.3.2022 kl. 15:58
Íslendingar ættu einungis að vera hlutlausir og heldur reyna að miðla málum, fremur en að taka afstöðu og snúa blinda auganu gegn hryllingi og glæpum samherja okkar, sem flestir fullorðnir og heilbrigðir ættu að kannast ágætlega við, þó það sé auðvitað of langt mál að telja öll þau ósköp upp hér.
Jónatan Karlsson, 26.3.2022 kl. 16:34
Ég var líka á því;"að vinna með Rússum,milda hart stjórnkerfi þar" semsagt samvinnu frekar en viðskiptastríð,en greinilegt er að ESB sýndi þeim megna andúð þótt þeir hafi hafnað kommonistkum stjórnar háttum. -- Þessu þurftu Framsóknarmenn að taka þátt í kannski þvingaðir:Kannski allt fyrir stolana.Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2022 kl. 17:29
Sæll Jónatan; og sæll Ingólfur, sem og aðrir Jónatans gestir !
Alveg hárrjett Jónatan; Íslendingar eiga EKKERT erindi í NATÓ / eins og hvað bezt sannaðizt í Þorskastríðunum t.d. - og því síður með Evrópusambandinu:: batteríi, sem einungis sjer hagsmuni sína í náttúru auðlindunum (Fiskimiðin - Orkukerfin inn til landsins m.a.) þó blðarað sje á aðra vegu, á tyllidögum ýmsum, ekki hvað sízt.
Nær væri; að efla tengzlin við hlutlausu Evrópu / sbr. Austurríki - Sviss - Írland - Svíþjóð og Finnland t.d., hvað varnarmálin snertir, a.m.k., já: og ýmis ríki Mið- og Suður- Ameríku jafnvel líka.
Því miður; hafa Rússar ALGJÖRLEGA misst mína tiltrú, með svívirðilegum Böðulshættinum gagnvart Úkraínumönnnum, eins:: og jeg hef haldið mikið upp á Rússneska Tónlist, sem og Bókmennntir í gegnum tíðina, að þá hefur Brjálæðingnum í Kreml tekist að eyðileggja það fyrir mjer að minnsta kosti, sem og mörgum annarra, til næstu áratuga og árhundraða, piltar.
Diljá Mist Einarsdóttur; skyldi ekki nokkur maður taka trúanlega í neinu, enda alin upp af glæpa- og spillingar fabrikku Engeyinga- og Samherja samsteypunnar, skjátan sú.
Með beztu kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.3.2022 kl. 17:39
Þetta bull um að innrásin í Úkraínu sé afleiðing af útþenslustefnu NatÓ, fer bráðlega að hætta að vera fyndið. Eru naúðganir afleiðing af því að konurnar voru í of stuttum pilsum?
Þessar A-Evrópuþjóðir sem eru í Nató eru þar af því að þær sóttust eftir því. Hvernig leið þeim undir járnhæl Rússa?
Ef þessi lönd ekki í Nató, þá gleypir rússneski björninn þau bara og víglínan færist þá bara í vestur í staðinn fyrir í austur.
Theódór Norðkvist, 26.3.2022 kl. 21:37
Her hefur verið þurrkað ut,en það er eltihrelli að kenna að orða lagið var ekki eins og það vildi,þótt ekki væri það dónalegt.
Mér þætti gott að vita hvort stjórnendur þjóða ná árangri með því að loka fyrir tjáningafrelsið.
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2022 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.