Bannfærð heimildamynd Oliver Stone´s

Úkraína brennur eða Ukraine on fire, er heimildamynd um valdaránið 2014 sem leikstjórinn Oliver Stone útskýrir hér og blogghafi mælir með að lesendur mbl.is kynni sér.

Útvarp Saga hefur tryggt eintak af heimildarmynd Oliver Stone um valdaránið í Úkraínu ár 2014 sem sjá má neðst á síðunni. YouTube hefur bannað myndina en leikstjóri myndarinnar Igor Lopatonok svaraði með því að leggja myndina út á Vimeo fyrir alla til að hlaða niður: https://www.utvarpsaga.is/ukraina-brennur-russnesk-illmennska-eda-bandarisk-ihlutun-daemid-sjalf/

Meðfylgjandi texti fylgdi sem lýsing á myndinni, þegar hún var fyrst sýnd.

Handan austurlandamæranna er Rússland og í vestri er Evrópa. Um aldir hefur landið verið miðpunktur togstreitu milli afla, sem leitast við að ná stjórn á auðugum löndum og aðgangi að Svartahafi. Maidan fjöldamorðin árið 2014 ollu blóðugri uppreisn, sem flæmdi forsetann Viktor Janúkóvitsj frá völdum og vestrænir fjölmiðlar mála Rússa sem sökudólginn. En var því þannig varið?

Úkraína „landið á landamærum“ Rússlands og „siðmenntaðrar“ Evrópu brennur. Maidan fjöldamorðin snemma árs 2014 ollu blóðugri uppreisn, hrintu Viktor Janúkóvítsj forseta frá völdum, ýttu Krímskaga til liðs við Rússland og innleiddu borgarastyrjöld í Austur-Úkraínu.
Vestrænir fjölmiðlar máluðu Rússland sem sökudólg, sem hefur verið beittur refsiaðgerðum og almennt fordæmdur sem slíkur. En bar Rússland ábyrgð á öllu því sem gerðist?

ÚKRAÍNA BRENNUR veitir innsýn frá sögulegu sjónarhorni í þá djúpu sundrungu á svæðinu, sem að lokum leiddi til appelsínugulu byltingarinnar 2004, uppreisnanna 2014 og ofbeldisfullrar árásar á lýðræðislega kjörinn forseta, Viktor Janúkóvíts, sem steypt var af stóli.

Stjórnmálasamtök og fjölmiðlar hafa komið í stað CIA
Vestrænir fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn sem „vinsæla byltingu“ sem var í raun sviðsett valdarán öfgaþjóðernissinnaðra hópa og bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Rannsóknarblaðamaðurinn Robert Parry afhjúpar hvernig bandarísk pólitísk félagasamtök og fjölmiðlafyrirtæki hafa komið fram síðan á níunda áratugnum og komið í stað CIA við að kynna landfræðileg markmið Bandaríkjanna erlendis.

Kvikmyndaframleiðandinn Oliver Stone fékk einstakan aðgang að innri hlið sögunnar í gegnum viðtöl sín við fyrrverandi forseta Úkraínu Viktor Janúkóvíts og innanríkisráðherrann Vitaliy Zakharchenko. Þeir útskýra báðir, hvernig sendiherra Bandaríkjanna og fylkingarnar í Washington undirbjuggu stjórnarskiftin í Úkraínu.
Og á fyrsta fundi sínum með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, biður Stone um viðhorf Pútíns á mikilvægi Krímskaga, NATO og sögu Bandaríkjanna, um afskipti af kosningum og stjórnarbreytingum á svæðinu.

Hér er atburðum lýst, staðreyndir settar fram og leitast við að finna svör á flóknum spurningum.

Eru Rússar illmenni eða eru Bandaríkjamenn að sækjast eftir íhlutun og yfirráðum á erlendri grund?

Þú dæmir…..


mbl.is Slíta viðskiptatengsl við Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Jónatan.  Það er ekkert fjallað um spillinguna í kringum Biden feðga í Úkraníu (og Kína). Það er allt komið upp á yfirborðið en samt ganga þessir menn lausir. Hvers vegna? Hafa Demókratar FBI í vasanum?  Spái að það verði hneykslismál sem skekur BNA ef réttvísin fær að starfa rétt en hún gerir það ekki. Held að þegar Repúblikanar komast til valda á Bandaríkjaþingi, að Biden fái á sig impeachment ákæru og hann verður hrakinn frá völdum. Ákæran verður byggð á andlegri vanheilsu forsetans eða vegna opinna landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó.

Birgir Loftsson, 12.3.2022 kl. 12:52

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Ég er eiginlega sammála skoðun þinni, en ég á sömuleiðis erfitt með að skilja útbreidda undirlægju margra og jafnvel flestra Íslendinga gagnvart NATO og Bandaríkjunum og mest þó af öllu sjúklegan óttann við Rússland og Kína, sem ætíð hafa reynst vinaþjóðir okkar.

Ég var að vona að þessi bannfærða heimildamynd Olivers Stone, sem eini hlutlausi fréttamiðill landsins krækti í og birti, myndi opna einhver augu, en það verður tíminn bara að leiða í ljós.

P.S.

Mér heyrist á spjalli mínu við nokkra Pólverja og fleirri Austur-Evrópumenn sem vinna hér á landi, að þeir virðast gera sér fulla grein fyrir ágangi, ögrun og tilgangi Bidens og félaga, sem kom mér reyndar dálítið á óvart.

Jónatan Karlsson, 12.3.2022 kl. 15:37

3 identicon

Mjög áhugaverð mynd hjá Oliver Stone og skýrir ýmislegt sem hefur verið kallað falsfréttir af mainstream fjölmiðlum hér fyrir vestan, s.s. uppgangur nýnasista í Úkraínu (sem óneitanlega skýtur skökku við í ljósi þess að nýji forsetinn er gyðingur). En í öllu falli þá er það til skammar að Evrópusambandið og NATO skuli ekki hafa gengið í það mál að semja við Rússa og klára þetta Úkraínumál fyrir mörgum árum síðan. 8 ára stanslaus borgarastyrjöld innan Úkraínu og enginn hefur lyft litla fingri til að gera neitt í því - af því það voru "bara Rússar" sem voru í uppreisn.  Þegar Katalónar ætluðu að reyna að brjótast undan Spáni fyrir nokkrum árum síðan grétum við Íslendingar fögrum tárum og vorkenndum vesalings Katalónunum og örlögum þeirra og illmennsku Spánverja. Við erum nefnilega bara góð þegar það hentar okkur og okkar hagsmunum. 

Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 14.3.2022 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband