Návist stríðs og hörmunga.

Það er sorglegt að menn og málleysingjar geri í buxurnar af áhyggjum yfir gný fullvaxina drápstækja sem fljúga í lágflugi yfir þéttbýlustu svæði landsins - líklega svona helst til að halda landsmönnum við efnið.

Ágætt dæmi um rök þeirra er finna til vellíðunar og öryggis í návist erlendra hermanna eru að Íslendingar verði að taka þátt í að veita kafbátaleitarvélum Bandaríkjamanna aðstöðu í Keflavík til að fylgjast með Rússum. Þetta er undarlegt, því Ameríkanar sjálfir eru með urmul af kjarnorkukafbátum úti um öll höf og af og frá að okkur sé veitt nokkur einasta vitneskja um ferðir þeirra og þeir eru þó sannarlega herskárri og hættulegri, eins og dæmin sanna.

Þegar kemur síðan að stríðsglæpum, þá eru það örugglega oft sögur og sviðsetningar, en eins og t.d. þegar Julian Assange gat birt myndbrot úr Bandarískri þyrlu af vopnlausum Írökum slátrað í beinni útsendingu, þá bregður svo við að Júlían er vondi kallinn og allt góða hyskið t.a.m. hér á Íslandi lætur sér fátt um finnast þó hann rotni árum saman í fangelsi verstu glæpona í London.

Hvað sannleiksgildi ásakana um stríðsglæpi varðar, þá eru nú til dags flestir aðrir en ungabörn og gamalmenni með kvikmyndavélar í fórum sínum, einmitt vel til þess falnar að taka óhrekjanleg myndbrot til sýninga og sönnunar fyrir heimsbyggðina, eins og Júlían, sællar minningar, gerði hérna um árið.


mbl.is Þotur portúgalska flughersins vöktu óhug borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þörf upprifjun Jónatan, ég held að íslensk pólitík hafi aldrei komist á eins lágt plan og hefur opinberast síðustu árin.

Magnús Sigurðsson, 10.3.2022 kl. 13:17

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Magnús.

Ég tek undir þau orð þín að Íslendingum sé því miður ekki viðbjargandi, án þess að ég hætti lífi, limum og mannorði við að fara frekar út í þá sálma.

Jónatan Karlsson, 10.3.2022 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband