Úkraína á að fylgja fordæmi okkar?

9.apríl 1940 hernámu Þjóðverjar Danmörku, sem hafði vit á að gefast snarlega upp fyrir ofureflinu og ganga til friðsamlegs samstarfs við blómstrandi hernámið og var gjarna haft á orði að danskir og þýskir hermenn hafi setið saman á vertshúsum og kneifað bjóri í mesta bróðerni langt fram eftir vetrinum 1942 - 43, þegar stríðslukka Þjóðverja snerist við Stalíngrad, en þá loks tók að bera á andspyrnu meðal dansks almennings.

Á Íslandi var því eins farið, nema hvað það voru Bretar sem hernámu okkur 10. maí 1940, en líkt og heima hjá konungi vorum í Kaupmannahöfn var sú leið farin að opna faðminn og það í mörgum tilfellum í orðsins fyllstu merkingu og njóta gæða samstarfsins. Eini munurinn var sá að þeir sem hernámu Ísland unnu stríðið og því liggjum við enn rymjandi og útglenntir og annar hver maður trúir því enn, eins og amen í kirkjunni að Bretar og Ameríkanar séu enn einungis að vernda okkur fyrir vondum körlum sem nú eru Rússarnir, þó þeir hafi öðrum fremur í raun og veru unnið heimsstyrjöldina fyrir okkur, en nú er Þjóðverjum fyrirgefið og þeir hvítþvegnir og orðnir svakalega góðir - svo kaldhæðnislega sem það allt kann nú að hljóma.

Svíar frændur okkar sögðust vera hlutlausir, en auðguðust vel á öllum gæðunum, eins og allir vita, þó lítið sé fjallað um það og teljast enn með þeim bestu, o.s.frv.

Spurningin er því: Hvernig er skynsamlegast fyrir Úkraínu að bregðast við hernámi Rússa?


mbl.is Selenskí fordæmir NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband