Sjálfum okkur líkir

Eins og endranær, þá eru Íslendingar kaþólskari en páfinn í Róm, þegar kemur að fordæmingu á Rússum, eftir að þeir stigu niður fæti gegn útþenslustefnu NATO og ESB að landamærum þeirra í orðsins fyllstu merkingu. Það er reyndar ekkert nýtt að Íslendingar taki fullan þátt í að fordæma Rússa og reyndar allar þær þjóðir sem NATO og sérstaklega Bandaríkjamönnum þykir einhver ástæða til, þó svo að í orði séum við friðsöm og værum reyndar hlutlaus þjóð úti í ballarhafi, uns við vorum hernumin með valdi 10. maí 1940 af einmitt þeim sömu herrum og við þykjumst nú vera heitbundin.

Auðvitað er hægt, eins og jafnvel flestir Íslendingar trúa í fyllstu alvöru, að Bretar hafi hernumið Ísland með hagsmuni okkar í huga, en auðvitað er það einungis rakalaus þvættingur.

Hvað sem varðar áliti okkar á þessum yfirstandandi aðgerðum Rússa í Úkraínu, sem leiða óneitanlega hugann að Kúbu-deilunni og þeim Kennedy og Úkraínu-manninum Krúshchev og þeirri ímynduðu samlíkingu að erlent stórveldi hreiðraði um sig við landamæri Bandaríkjanna, að þá myndi hljóðið í strokknum líklega breytast.

Þessi frétt mbl.is um óskir Ítala og hollenskra skartgripasala er alveg dæmigerð um annarsvegar blákaldar staðreyndir lífsins og síðan dæmalausan undirlægjuhátt ráðamanna Íslands, sem kosta aðþrengt þjóðarbúið milljarða í töpuðum útflutningstekjum, á meðan allir aðrir halda áfram verslun og blómlegum viðskiptum, líkt og ekkert sé eðlilegra.

Mest skammaðist ég mín þó þegar Forseti Íslands hlýddi ESB og sat kjökrandi heima undir pilsfaldi, þegar aðrir þjóðarleiðtogar mættu á HM í Moskvu 2018 til að hvetja sína menn til dáða, þrátt fyrir öll boð og bönn.


mbl.is Vilja leyfa útflutning lúxusvara til Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband