Snjómokstur sparaður í Reykjavík.

Það er greinilega allt á sama veginn í höfuðborginni hvað umhirðu vegakerfis varðar, jafnt skít og óþrif á sumrum og snjó og ruðninga á vetrum eins og við blasir nú.

Í byrjun vikunar var haft eftir einhverjum málsmetandi frá borgarómyndinni að líklega mættu borgarbúar jafnvel reikna með að þurfa að brýna þolinmæðina eftir að að verstu ruðningar yrðu fjarlægðir úr húsagötum fram á miðviku-eða fimmtudag, en nú á föstudegi bólar ekki á neinu, hvorki skýringum né stórvirkum vinnuvélum og trailerum, heldur aðeins þeirri frómu bæn veðurfræðings að snjórinn muni þjappast eitthvað á næstu dögum.

Það er greinilegt að ófærðin á að hverfa með tíð og tíma einungis með hjálp heitra bæna borgarstjórnar og þá líklega hluti óþrifa s.l. sumars í leiðinni, því fjármunirnir þeir sem útsvars greiðendur inntu af hendi fyrir umhirðu gatna hafa líklegast verið notaðir í eitthvað annað.

Tómir skröltandi strætisvagnar, götuþrengingar og óraunsæ áform um svokallaða borgarlínu eru önnur, lengri og sorglegri saga.


mbl.is „Eins og að moka okkur í gegnum fjall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband