14.11.2021 | 16:10
Undarlega hægfara varðskip.
Þetta nýja varðskip okkar er reglulega fallegt a.m.k. þegar málningin er í lagi, en við lestur upptalninga kvenkosta hennar, þá kemur í ljós að ganghraði hennar er aðeins 12 hnútar, sem þýðir að flestir togarar og bátar geta einfaldlega skilið hana eftir ef þeim lystir svo.
Að gamni mínu fletti ég upp ganghraða þunglestaðs Helgafellsins í þessari andrá í brælu á leiðinni til Færeyja frá Danmörku og er það á 16,9 hnúta hraða.
Ég þekki ekki hraða Þórs, en hefðbundin herskip og sömuleiðis flugmóðuskip eru oftast gerð fyrir hraða um og yfir 30 hnútum og þykja hægfara ef þau ná aðeins 24 hnútum.
Spurningin hlýtur því að vera hvort Freyja sé ekki öllu heldur stór dráttarbátur en varðskip?
![]() |
Freyja er varðskip flestra kosta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan, já það er allt í skötulíki er kemur Landhelgisgæslunni og réttnefni að kalla skipið dráttarbát.En er ekki allt betra en 50 ára gamlir bátar sem hún réði yfir? En það vill líka gleymast að gæslan gegnir líka hernaðar hlutverki og því hefði verið tilvalið að smíða freigátu frá grunni og fá fjárstuðning úr mannvirkjasjóði NATÓ til verksins.
Birgir Loftsson, 14.11.2021 kl. 17:30
Sæll Birgir.
Satt segir þú, en væri ekki enn eðlilegara að Bandaríkjamenn lánuðu eð léðu Íslendingum svona sex til tíu orustuþotur, líkar þeim sem þeir gefa og selja um allar jarðir, því flugmenn eigum við næga - ekki satt?
Það er kannski hluti af kikkinu að niðurlægja okkur með reglulegri viðveru erlendra vina þeirra?
Jónatan Karlsson, 15.11.2021 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.