13.11.2021 | 11:22
"Neikvætt" umhugsunarefni
Það vakti athygli mína þegar fjallað var í útvarpsfréttum um hörmungarástand það sem blasir við í Afghanistan eftir að við (NATO) yfirgáfum landið eftir tuttugu ára hernám, að þulurinn taldi upp ýmsa sjúkdóma og plágur sem væru yfirvofandi, en minntist ekki einu orði á COVID pláguna sem enn-og aftur geysar hjá okkur þræl-bólusettum á Vesturlöndum en virðist sneyða hjá Afríku og öllum þeim þjóðum sem almenningur hefur ekki verið tví-eða þrí bólusettur líkt og hjá okkur.
Hvernig stendur annars á því að fjölmiðlar okkar eru ekki fullir af hryllingsmyndum- og frásögnum af þúsundum eða milljónum deyjandi COVID fórnarlamba í þessum fátæku og fjölmennu löndum?
Svari nú hver fyrir sig, en illar grunsemdir hafa tekið að hreiðra um sig hjá mér.
Svandís veitir undanþágu í leikhúsum um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð ábending en fátt um svör. Hef sjálfur bent á að íslenskir fjölmiðlar vinna ekki sjálfstætt er kemur að erlendum fréttum. Þeir virðast afrita og líma erlendar fréttir (eftir að hafa notað google translate) en ekkert vinna þær. Íslenskar fréttir virðast bara fjalla um Ísland og Evrópu og stöku sinnum um Ameríku. Einstaka frétt um stríð í Afríku en ekkert annað. Góð grein. Kveðja, Birgir
Birgir Loftsson, 13.11.2021 kl. 20:45
Sæll Birgir.
Ég verð að taka undir með skoðun þinni á íslenskum fjölmiðlum og ganga lengra, því mér virðist að almenningur á Vesturlöndum skiptast í tvær meginfylkingar eins og við sjáum svo ljóslega í Bandaríkjunum.
Upp til hópa ráða Demókratar yfir fjölmiðlunum vestanhafs og líka hér eins og ógleymanleg augnablik sanna, líkt og þegar fréttafólk RÚV gat vart haldið aftur af tárunum, þegar illfyglið Hillary beið lægri hlut fyrir Trump hérna um árið, svo ekki sé nú minnst á stöðugan og nánast spaugilegan hatursáróðurinn út kjörtímabilið, sem ætíð fellur vel í kram róttækra unglinga.
Hverjir það eru sem standa fyrir skoðanamyndun almennings á réttu eða röngu, hvort sem það snýst um leiðtoga, stefnur, landamæri eða t.a.m. fjöldabólusetningar er erfitt að segja, en peningar og hræðsluáróður ráða þar fyrst og fremst ferðinni.
Jónatan Karlsson, 14.11.2021 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.