Burt með Birgi.

Augljóst er að um samantekin ráð Birgis Þórarinssonar og Sjálfstæðisflokks er hér að ræða.

Þetta er útaf fyrir sig snjöll flétta, en hér er of langt gengið.

Það ætti auðvitað að breyta lögum á þann hátt að ef kjörnir þingmenn velja að yfirgefa flokk sinn, þá komi varamaður í stað þeirra og liðhlaupinn hverfi hreinlega af Alþingi.


mbl.is Kæra borist kjörbréfanefnd vegna Birgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þegar þessir tveir gengu í Miðflokkinn, - (eftir að þeim var vísað úr Flokki Fólksins). - þá tel ég að það hafi verið jafn ólöglegt, eins og þegar Birgir gekk út úr Miðflokknum og flutti sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn.

Menn eru að sjálfsögðu frjálsir til þess að skipta um flokk, en það sem ég tel ólöglegt er það, að þeir geti  tekið þingsætið með sér.

Kjósandinn kýs flokkinn og röð af frambjóðendum á framboðslistanum og atkvæðin fylgja flokknum. 

Ef sá fremsti á listanum fellur frá eða ákveður að segja af sér, þá tekur næsti á listanum við þingsætinu.

Það sama á að gilda ef einhver á framboðslista hlýtur kosningu en vill skipta um flokk, þá missi hann þingsætið og næsti maður á listanum taki þá við þingsætinu.

Það er með öllu ótækt fyrir kjósendurna, að sjá frambjóðandann ná kjöri í sínum flokki, en sjá hann svo færa sig, "sem þingmann" inn í annan flokk, - jafnvel í flokk sem kjósendurnir hefðu aldrei á æfinni, látið sér detta til hugar að kjósa.!

Svona lagað getur ekki gengið, - það verður að laga þetta og dæma svona lagað, ólöglegt.!

Tryggvi Helgason, 31.10.2021 kl. 04:38

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Tryggvi.

Ég er algjörlega sammála þér hvað það snertir að eins og núverandi fyrirkomulag er, þá veitum við kjósendur flokkum og stefnumálum þeirra stuðning okkar í kosningum, en ekki brothættum einstaklingum sem ítrekað sanna að holdið er veikt og syndin lævís og lipur.

Hvað þingmennina tvo varðar sem voru reknir eftir augljóslega vandlega undirbúna fyrirsátina, þá finnst mér persónulega allt það þjóðfélagslega umrót sem skapaðist afskaplega móðursýkislegt - eins og reyndar tíðarandin allur, um þessar mundir.

Jónatan Karlsson, 31.10.2021 kl. 09:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrirsátin í Klaustrið var ógeðfeld og búin út með græjur,sem ætlað var að ég held að hanka Sigmund en hitti fyrir liðsmenn Ingu Sæland,sem rak þá úr flokknum.Það getur enginn formaður rekið flokkssystkyn sín úr þingmennsku,að því að ég tel.- Þetta var örþrifaráð tvímenninganna,en fyrirfram ákveðið af Birgi svo augljóst er það. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2021 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband