27.9.2021 | 17:33
Uppskrift að ríkisstjórn.
Auðvitað á hinn sigurvegari kosningana, Flokkur fólksins að leysa Vg af hólmi, því það eru skýr skilaboð kjósenda.
Samstarf þeirra Bjarna og Sigurðar er og verður hnökralaust og þó ákveðin missir sé að persónu Katrínar sjálfrar, þá myndi samstarf við Ingu Sæland og félaga leysa fleirri vandamál en þau myndu skapa, sem ekki verður sagt um núverandi stjórnarmynstur.
Helstu áherslur og kröfur Flokks fólksins samræmast líka í stórum dráttum kosningaloforðum og markmiðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, ef betur er að gáð.
Áskilja sér nokkra daga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan,
Já, vonandi mun "..Flokkur fólksins að leysa Vg af hólmi..", þar sem að Framsóknarflokkurinn er EKKI beint hrifinn af þessum Hálendisþjóðgarði, svo og EKKI beint hrifinn af þessum glóballista heimsmarkmiðum sjálfbærar þróunar (e. Sustainable Development) samkvæmt þá "Agenda 21" og "Agenda 2030". En Vg er og hefur verið að reyna koma inn þessum glóballista heimsmarkmiðum sjálfbærar þróunar. Auk þess sem að menn eru ekki hlynntir þessari fóstureyðingartillögum frá Katrínu Jakobsdóttur, eða þeas. fram á 9 mánuð meðgöngu.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 20:32
Sæll Þorsteinn.
Já, nefnilega eða eitthvað í þeim dúr.
Jónatan Karlsson, 27.9.2021 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.