19.9.2021 | 11:22
Hver og hver og vill og verður?
Þessar komandi kosningar eru dálítið á þann veg, að ráðvilltur kjósandi neyðist til að beyta útilokunar aðferðinni. Líklega mun það þýða að þegar upp verður staðið að hinn hreinlyndi Flokkur fólksins standi uppi sem sigurvegari kosningana, jafnvel sem næst stærsti flokkur landsins.
Það er ekkert nema mannlegt og skiljanlegt að þau u.þ.b.20% landsmanna sem í sögulegu samhengi hafa séð hagsmunum sínum betur borgið undir erlendum yfirráðum aðhyllist og kjósi þá flokka sem dreymir um að Ísland gangi í Evrópusambandið, en auðvitað gagnast það síður en svo ótengdum almúganum sem eftir mun sitja í verbúðini hér á hjara veraldar.
Það vita allir að einungis örfá prósent þjóðarinnar eiga og ráða hér öllu og með vel alinni hirð sinni og handbendum, þá gæti sá hópur nálgast þriðjung landsmanna, þó landsöluliðið svokallaða sé líka að mestu að finna innan raða þessa sama spillta forréttindahóps.
Eftir stendur rúmur helmingur þjóðarinnar sem minnir undirritaðan töluvert á stóru bandarísku flokkana tvo. Hjá öðrum virðist allt snúast um öfgafullar breytingar og uppstokkun á öllu, með bókabrennum og mannorðs-morðum lifandi og liðinna, en hjá hinum flokknum virðist aðalega vera reynt að halda í þjóðernisleg gildi og hefðir. Mögulega mun það þýða að Miðflokkurinn nái yfir tíu prósenta markið, en að Vg, Piratar og Sósialistar deili með sér rest.
Vinstri sveifla þegar vika er eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan,
í þessum skoðankönnum er hámarksaldur 67 ára.
og þýðið 67+ er nokkuð stórt og manni til efs
að nokkrir sem því tilheyra fari að kjósa Ósjálfstæðisflokkana,
Samfylkingu, Viðreisn og Pírata.
það kann að breyta endanlegri niðurstöðu allnokkuð.
kv. hrossabrestur
Hrossabrestur, 19.9.2021 kl. 14:41
Sæll Hrossabrestur.
Ég minnist þess þegar SPRON fór á svokallaða gráa markaðinn, þá setti Capasent Gallup 60 milljarða verðmat á fyrirtækið og allir innvígðir og innmúraðir, eða konur þeirra og börn seldu í logandi hvelli öll bréf sín, en þegar sparisjóðurinn loks kom á markað,þá reyndist hann í raun og veru aðeins 16 milljarða virði.
Dunkin donuts verslun komst nær réttum úrslitum nýlegra kosninga en öll þessi virðulegu (eða spilltu) fyrirtæki sem alla jafna stunda þessar kannanir.
Hér í svikamylluni er því klárlega þörf á alþjóðlegu kosninga eftirliti.
Jónatan Karlsson, 19.9.2021 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.