18.9.2021 | 10:13
Nýju fötin Keisarans.
Ég get ekki orða bundist eftir birtingu samsettrar ljósmyndar af verðlauna tillögu þeirri sem hlutskörpust varð í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráð Íslands.
Ég á það líklega sammerkt með litla drengnum úr ævintýrinu, að vera hvorki vígður né innmúraður í félagsskap hirðarinnar, svo að í stað þess að hrópa: Hann er allsber, þá get ég ekki annað en hrópað: Þessi viðbygging passar alls ekki við á þessum stað.
Það hlýtur að vera á flestra vitorði að Stjórnarráðið er ein merkilegasta bygging Íslandssögunar og hlýtur því að eiga tilkall til kurteislegrar umgjarðar, fyrst þessarar stækkunar er þörf.
Það vekur furðu mína að ekki hafi komið fram betri úrlausn í þessari samkeppni, því einfaldur fallegur veggur, eða kassi þarna að baki þessa djásns okkar, hefði myndað hlutlausan bakgrunn við aðalatriðið, í stað þessara "herlegheita" alveg burtséð frá öllu innihaldi verðlauna tillögunar, sem líklega hljóta að vera fyrsta flokks.
Skrifstofur víkja fyrir opnum rýmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.