20.8.2021 | 23:00
Frelsishetjur eða föðurlandssvikarar?
Líklega væri ráðlegt að anda rólega og fylgjast með framvindu mála í Afghanistan í stað þess að gleypa hrakspár Gulla og leiðtoga hans hjá Atlantshafsbandalaginu hráar, því eins og menn ættu í það minnsta að muna, þá er trúverðugleiki og sannleiksgildi frásagna þeirra kauða ekki ætíð beinlínis sannleikanum samkvæmur.
Það mætti líka velta vöngum yfir því hvort tímabært væri að senda þá Afghani aftur heim, sem eru hér á Vesturlöndum sem flóttamenn frá fyrri stjórnarháttum, nú þegar stjórnarandstaðan hefur náð völdum, því varla stenst að þeir geti einungis verið flóttamenn af landfræðilegum ástæðum.
Það má líka til gagns og gamans rifja upp hvernig við skilningsríku góðmennin komum fram við hermangara og handbendi Þjóðverja eftir hildarleik síðari heimstyrjaldarinnar, eða er það önnur saga?
Líklegt að afganskir starfsmenn NATO fái hér skjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.