Söguleg staðreynd.

Söguleg staðreynd.
Sú staðreynd stendur bjargföst, hvað sem öðru líður, að Time Magasin kaus Adolf Hitler mann ársins 1938 og til að bæta gráu ofan á svart, þá var Jósep Stalín sömuleiðis valinn maður ársins bæði 1939 og 1942.
mbl.is Sagði Hitler hafa „gert fullt af góðum hlutum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Val Time byggðist jafnan á því hvaða maður hefði haft mest áhrif á heimssöguna á viðkomandi ári, án tillits til þess hvort það hefði verið til góðs eða ills. Í lok 1938 lá fyrir að Hitler hefði innlimað bæði Austurríki og Súdetahéruðin inn í Þýskaland og gert samning við Breta og Frakka sem þetta sem Chamberlain forsætisráðherra Breta sagði að "myndi tryggja frið á okkar tímum."

1939 gerði Stalín griðasamning við Hitler, sem hafði álíka mikil áhrif og samningar Hitlers 1938.  

Í lok ársins unnu Sovétmenn síðan tímamóta sigur á Þjóðverjum í Stalíngrad. 

Ómar Ragnarsson, 7.7.2021 kl. 19:25

2 identicon

Það er satt, Hitler gerði ýmsa góða hluti á fyrri hluta valdaferils síns enda þótt hann færi strax að beita hörku og grimmd.

Hann kom á stöðugleika í þjóðfélaginu og bætti hag almennings á ýmsan hátt. Við það skapaði hann sér vinsældir sem voru honum nauðsynlegar til þess að halda völdum. Hann bætti vegakerfi Þýskalands eins og sjá má merki um enn í dag. Og loks átti hann frumkvæði að framleiðslu Volkswagen bifreiðarinnar sem var vinsælasti bíllinn á Íslandi lengi eftir stríðið.

Það afsakar þó á engan hátt alla þá glæpi og stríðshörmungar sem hann bar ábyrgð á.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 7.7.2021 kl. 22:02

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég þakka ykkur upplýsingarnar, heiðurskarlar.

Ástæða þess að ég rifjaði upp þetta kjör manns ársins, var helst til að láta í ljós álit mitt á að því virðist endalausum og torskildum árásum og áróðri gegn þessum fyrrverandi forseta Bandaríkjana - burt séð frá hvað málefnið snýst um.

Ég get líka í gamni látið fylgja með að vinsældir Hitlers voru þvílíkar og reyndar fram undir það síðasta, að það liggur t.a.m. við að enn megi heyra bergmál fagnaðarláta mannhafsins í Ölpunum, þegar foringinn ók í opinni glæsibifreið sinni, inn yfir landamæri Austurríkis 12. mars 1938.

Annað ágætt dæmi um eðli mannskepnunar gæti verið sú staðreynd að danskir liðsforingjar sem sátu með þýskum starfsbræðrum sínum á veitingarhúsum fram að örlagavetrinum 1942-43 þegar stríðslukkan snerist í Stalíngrad skiptu þá skjótt um skoðun og þær þúsundir ungra Dana sem opinberlega höfðu áður verið hvattir til herþjónustu gegn bolsévismanum og eða til starfa í Þýskalandi voru í stríðslok dæmdir og fyrirlitnir af okkur góða fólkinu - ekki satt?

Jónatan Karlsson, 8.7.2021 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband