20.6.2021 | 11:25
Staða stjórnmála á Fróni.
Það er sannarlega ömurlegt ástand í stöðu stjórnmála hér á Íslandi um þessar mundir, því t.a.m. fyrir alla sanna þjóðernissinna, þá er fátt um fína drætti í komandi kosningum, því allar fyrri hugsjónir föðurlandsvina við fjarlægan óm lúðraþyts og blaktandi fána eru nú svívirtar og fótum troðnar af öfgafullri nýaldarhyggju, sem að mínu mati mætti einfaldlega flokka sem illvígan geðsjúkdóm, en það er önnur saga.
Hvað mögulega kosti í komandi kosningum varðar, þá er að mínu mati einungis um tvo kosti að ræða fyrir ótýnda borgara hér í svikunum og spillingunni, en það er auðvitað Flokkur fólksins, sem berst fyrir sitt veiklaða fólk af miklum móð og loks hinn Frjálslynda lýðræðisflokk Guðmundar Franklíns, sem virðist í fljótu bragði hafa allt það sem t.d. Miðflokkinn skortir svo áþreifanlega og þrátt fyrir brotthvarf G.B.S.
Þórdís sigraði, Haraldur í 2. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sundurlyndið ætlar sem fyrr að verða okkur fjötur um fót jafnvel banabiti. Geta þessir þrír flokkar ekki myndað kosningabandalag,þeir eru svo mikilvægir og enn skarpari myndi þeir eina heilsteypta kosningablokk. Athuga að greidd atkvæði ná etv. ekki að fleyta þeim á þing og eitt árið enn án biltingar.
Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2021 kl. 02:42
Sæl Helga.
Þú nefnir að þessar krampakenndu tilraunir til breytinga gætu reynst banabiti okkar litla lýðveldis og sannarlega mikið til í því.+
Það blasir við öllum sem á annað borð vilja sjá, að RÓTTÆKRA breytinga eða uppstokkunar er þörf, ef ekki á að gefast upp við fallega sjálfstæðis drauminn.
Yfirbygging, spilling og óraunhæfir draumórar valdaklíkunar eru öllu heldur eitraði banabitinn sem leggur hugsjónina að velli, því að líkja má okkur við lítið bakarí, sem á frábærar uppskriftir, en þegar spilltur yfirbakarinn bæði stelur og ræður alla vini sína og vandamenn til starfa, þá endar reksturinn óhjákvæmilega með gjaldþroti eða yfirtöku.
Jónatan Karlsson, 3.7.2021 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.