30.5.2021 | 10:17
Duldar eða óskemmtilegar fréttir á sunnudegi.
Morgunblaðið virðist vera á undarlegri vegferð, því svokölluð fréttamennska virðist vera úr leik, en kvenlægir pistlar og misvelheppnaðar þýðingar úr talpípum yfirvalda vestanhafs látnar nægja fréttaþorsta tryggra lesenda. Andláts tilkynningar og minningagreinar hafa þó fullkomlega haldið velli.
Ég vil líklega af einskærum kvikindisskap birta tvær nýlegar fréttir sem ekki hafa ratað á síður þessa fyrrum fréttablaðs og á sú fyrri rætur að rekja til BBC sýnist mér:
"Bandaríkin og Ísrael ósátt við rannsókn
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í s.l. viku að rannsaka átökin á milli Ísraels og Hamas fyrr í mánuðinum, við litla hrifningu Bandaríkjanna og Ísraels að sögn fréttastofu BBC.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði þetta enn eitt dæmið um andúð mannréttindaráðsins á Ísrael.
Michele Bachelet, stjórnandi mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við upphaf fundarins að hún væri áhyggjufull yfir þeim fjölda sem féll í loftárásum á Gaza. Hún sagði líkur á því að árásir Ísraels heyrðu undir stríðsglæpi"
Hitt atriðið sem kveikti ekki á neinum bjöllum hjá "fréttafólkinu" var þegar blaðið birti þessa frétt um samning Reiknistofu lífeyrissjóðanna og endurskoðunar fyrirtækisins Ernest og Young.
Það sem hringdi mínum bjöllum var að ekki eru nema fáeinir dagar síðan RÚV sýndi þátt um stórkostlegt peningaþvætti eiturlyfjagróða og leið þess úr ræsi stórborgarinnar með viðkomu í Evrópu og gullmarkaði Dúbæ á löglega reikninga glæpamannana og allt þetta með dyggri aðstoð endurskoðanafyrirtækisins Ernst og Young í London.
Líklega dreymdi mig einungis þennan sjónvarpsþátt, því hann virtist hafa farið framhjá öllum öðrum, hvort sem um er að ræða stjórnendur lífeyrissjóða þjóðarinnar eða fréttasnápa landsins.
Ernst & Young gerir úttekt á Init fyrir lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.