18.3.2021 | 11:02
Er tímabært að hefja refsiaðgerðir gegn Bandaríkjunum?
Á okkar síðustu og verstu tímum, þegar ofstæki og öfgar tröllríða mannsandanum og sérstaklega þeim Vestræna, eins og meðfylgjandi frétt ber svo glögglega með sér, er þá ekki tími til komin að drepa niður fæti og stöðva vitfirringuna með öllum tiltækum ráðum?
Það væri því miður synd að segja að aukin mannréttindi á borð við kvenfrelsi og skilning og viðurkenningu á högum ýmisa minnihlutahópa hafi haft sýnileg bætandi og kætandi áhrif á almenning hér heimafyrir og sá sem gæti reynt að halda því fram að allar þessar þjóðfélags breytingar okkar væru til góða fyrir heimsbygðina í heild sinni, hlyti á góðri íslensku að teljast Klepptækur.
Væri það ef til vill eina og síðasta ráðið að útiloka og einangra brynvarið heimsveldið sem þykist vera guðdómleg alheims-lögregla, en er í raun og veru hættulegasta ógnin sem steðjar að sjálfu mannkyninu?
Heræfing við Íslandsstrendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein Jónatan. Já, það er ekki sama hver situr á forsetastól Bandaríkjanna. Biden er talinn vera svo hættulegur, að 31 þingmenn úr Demókrataflokknum vilja taka kjarnorkuboltann af honum, a.m.k. koma í veg fyrir að hann í elliæriskasti fari að fikta í honum óáreittur.
Ófriðlegir tímar framundan með slíkan forseta. N-Kóreumenn ætla að fara að sprengja aftur kjarnorkusprengur og svara ekki símanum, Íranir bæta í og bæta við skotpöllum og fleiri kjarnorkusprengjum.Hann reyndir að skapa fæting við Sýrlendinga og er hættur að draga herlið frá Afganistan. Hann þegir svo þunnu hljóði við brölti Kínverja í Kínahafi. Hvar endar þetta?
Birgir Loftsson, 18.3.2021 kl. 13:14
Sæll Birgir.
Það sem ég er að tala um eru þessi svokölluðu vestrænu mannréttindi, t.d. á borð við rit- og tjáningafrelsi, sem (fals)fréttamiðlar okkar tönnlast stöðugt á.
Væri ekki einfaldar að láta Sýrlendinga um sín mál og Kínverja um sín, eða eigum við bara að halda áfram að láta CIA og Mossad um skoðanir og fréttasýn okkar, eins og ekkert sé eðlilegra?
Hvað finnst þér sagnfræðingnum um þá staðreynd, að bók kanadísks kolleg þíns um hina svokölluðu helför var þýdd og gefin út hér á Íslandi í aðdraganda árlegs jólbókaflóðs, en ég get því miður ekki frætt þig um álit mitt á henni, því hún var hvergi fáanleg og ekki heldur á nýlegum bókamarkaði á Laugardalsvellinum.
Kallast bannfæringin á bók sagnfræðingsins 75 árum eftir heimstyrjöldina þá ekki: BERUFSVERBOT?
Jónatan Karlsson, 18.3.2021 kl. 17:51
Sæll vertu, hef ekki lesið þessa bók um helförina. En ég hef skrifað ótal greinar til varnar málfrelsinu. Um leið og það er farið, fer annað frelsi. Mér finnst fólk megi segja það sem það vill segja, en vera þá reiðubúið að þurfa að standa fyrir máli sínu fyrir dómstóla vegna meinyrðamála. Alltaf gaman að hlusta á kjarnyrt fólk og heimurinn væri fátækari ef það fengi ekki að tala. Þá væri ekkert ,,lítði barn sem bendir á nýju föt keisarans séu í raun sameinuð ímyndun og hann er í raun nakinn".
Mér svelgist á kaffibollanum í morgun er ég las að bandarísk sendinefnd hakkreifst við kínverska í klst. áður en þeir lokuðu á fjölmiðla. Svo tekst Bidan að móðga Pútín sem vill kappræður (veit að Biden getur ekki borið fram eina óbrjálaða setningu). Alls staðar engt til illinda, bæði innanlands og erlendis. Einstaklega klaufaleg stefna.
Birgir Loftsson, 19.3.2021 kl. 08:14
Sæll aftur Birgir.
Umrædd bók heitir: Tröllasaga tuttugustu aldarinnar.
í ylhýru þýðingunni.
Jónatan Karlsson, 19.3.2021 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.