Verður Boeing 737 MAX veitt leyfi til að fljúga á ný?

Nú þegar þessar illræmdu MAX vélar hafa sannarlega verið kyrrsettar í hálft annað ár, er það þá ekki nokkuð ljóst að ekki er um smávægilega tölvubilun að ræða, heldur eitthvað öllu alvarlegara?

Það mætti kannski líkja flug eiginleikum við aksturs eiginleika bifreiðar og fyrir okkur almenna ökumenn að ímynda okkur glæsilegan eðalvagn sem til dæmis vegna stærri vélar sækti við aukin hraða í að leita til hægri, en að bílaframleiðandinn leysti það vandamál með tölvu sem ynni á móti til að halda bifreiðinni á beinni vegferð.

Værir þú róleg(ur) á hundrað kílómetra hraða og treystir á að tölvan klikkaði ekki skyndilega?


mbl.is MAX-vélarnar mögulega í loftið í lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er því miður ekki hægt að treysta þeim sem ætla að kaupa þessa biluði hluti.

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.9.2020 kl. 17:18

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það eru sem betur fer fleiri kostir í boði fyrir ferðalanga.

Jónatan Karlsson, 27.9.2020 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband