13.9.2020 | 10:03
Undarlega hljótt um útboð og framtíð Icelandair.
Nú eru óumdeilanlega einungis fáir dagar uns skorið verður úr um hvort Flugleiðir hljóti náð fyrir augum fjárfesta og útskrifist af líknardeild.
Ef alþjóðlegir áhættufjárfestar sjá minnstu von um hagnað, þá munu þeir auðvitað slá til og taka þátt í útboðinu, en ef ekki, þá er ekkert vit í að almennir borgarar á Íslandi verði látnir fjárfesta lífeyri og sparnað sinn í dauðvona flugfélagi.
Hvað samninga og aðgerðir félagsins snertir, þá virtist framkoma gagnvart starfsfólki nokkuð vanhugsuð, svo ekki sé minnst á dimma skugga fjármálagjörninga sem dregnir hafa verið fram í dagsljósið og síðast en ekki síst, þá er það algjörlega óskiljanlegt að félagið hyggist ótrautt stefna á kaup og rekstur hinna alræmdu Boeing Max véla, sem líklega helmingur væntanlegra farþega myndi ekki fyrir sitt litla líf stíga um borð í.
Ef áhættufjárfestar eru til í tuskið, þá er allt í góðu, en ef ekki, þá er bara því miður enginn ástæða til að framlengja kvalafullt dauðastríð þessa fornfræga félags og í þess stað hleypa nýjum og ferskum leikmönnum að.
Sjá tækifæri í Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.