17.6.2020 | 10:52
Kemur ekki til greina að fjárfesta í Icelandair.
Auðvitað kemur ekki til greina at lífeyrissjóðir landsmanna leggi meira fé skjólstæðinga sinna í þessa gjaldþrota risaeðlu. Það hlyti hreinlega að vera lögbrot.
Er það gleymt að á síðasta ári seldi Icelandair öll hótelin sín, svo þau eiga ekkert eftir nema skuldir og tuttugu ára gamlar þotur að viðbættum nokkrum Max vélunum.
Ekki má síðan gleyma að lífeyrissjóður atvinnuflugmanna er búinn að selja bróðurpart allra hlutabréfa sinna í félaginu. Segir það ekki allt sem segja þarf?
Sjóðirnir í myrkri með Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.