14.6.2020 | 15:17
Það er eitthvað gruggugt við yfirlýsingar yfirvalda.
Nú virðist ljóst að almennir borgarar á Íslandi eru venju samkvæmt dregnir á asna eyrunum í upplýsingaflæði yfirvalda varðandi umgjörð eftirlits lokana í baráttunni við COVID-19.
Það liggur loks fyrir að þessir sannarlega fingralöngu Rúmenar komu í gær eða fyrradag með flugi frá London. Ef þeir hefðu ekki verið staðnir að verki við búðarþjófnað, þá væru þeir nú allir lausir og smitandi í allar áttir.
Það er látið í veðri vaka að þeir örfáu farþegar sem leyfi fá til að koma með þessum þremur daglegu ríkisstyrktu vélum frá Stokkhólmi, London og Boston eigi bráðnauðsynleg erindi hingað til lands og nefndi Víðir Reynisson fulltrúi yfirvalda, ýmis sérfræði- og heilbrigðisstörf sem dæmi.
Það væri fróðlegt að vita á hverra vegum þessir smitberar koma hingað og hvort Víðir og félagar hyggist láta fávísa skattgreiðendur bera ábyrgð og kostnað af þessari eftirlits vanrækslu, eða hvort þeir sjálfir eða atvinnuveitendur þeirra standi straum af heildar kostnaðinum?
Með tilliti til þessa augljósa kæruleysis og enn fremur til nýlegs afbrots á Austurvelli, þar sem lögreglustjóri höfuðborgarinnar stöðvaði ekki rúmlega þrjú þúsund manna mótmælafund, heldur tók virkan þátt í þeim, hlýtur það þá ekki að vera full ástæða til að hún axli ábyrgð og segi tafarlaust af sér?
Birta mynd af þriðja manninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Misskilningur að landamæri Íslands hafi verið lokuð | RÚV
"Mennirnir sex, sem eru allir frá Rúmeníu, komu til landsins með vél Wizz Air frá Luton-flugvellinum í Lundúnum á miðvikudagskvöld."
"Fjölmargir hafa lýst undran sinni á því hvernig mönnunum tókst að komast inn í landið þar sem landamæri Íslands væru lokuð. Víðir segir þetta misskilning. „Þau hafa aldrei verið lokuð. Það voru settar ákveðnar takmarkanir í lok apríl um að allir sem kæmu til Íslands færu í fjórtán daga sóttkví. Þessir menn gengust undir þau skilyrði en eins og ljóst er þá ætluðu þeir aldrei að fylgja þeim.“ Mennirnir hafi gefið upp dvalarstað sem síðar kom í ljós að þeir dvöldust ekki á."
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2020 kl. 17:51
Voru þá allar fréttamyndirnar af tómri Leifsstöð ímyndun ein?
Jónatan Karlsson, 14.6.2020 kl. 21:12
Þó landið hafi ekki verið lokað hafa flugferðir verið mjög fáar frá því að faraldurinn skall á, bara örfáar vélar á dag og suma daga jafnvel engar. Þess á milli hefur flugstöðin raunverulega verið tóm og þá hafa þessar myndir verið teknar sem þú ert að spyrja um.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2020 kl. 21:28
Örfáar vélar á dag! Og það er fréttnæmt að mynda Leifsstöð þegar hún er tóm.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2020 kl. 05:20
Af Kínverjum sem fá vegabréfsáritun er krafist fullra ferðatrygginga og að auki yfirlýsingar frá viðskiptabanka þeirra um a.m.k. árs gamla rúmlega 600 þús innistæðu og auðvitað gildan farmiða báðar leiðir.
Eigum við að borga undir Rúmenana og alla hina sem fóru eins að?
Jónatan Karlsson, 15.6.2020 kl. 07:17
Nú gista þeir á Hóteli og væntanlega á fullu fæði allt í boði skattgreiðenda á Íslandi.
Sigurður I B Guðmundsson, 15.6.2020 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.