Lífeyrissjóðum okkar er skylt að fara að lögum sjóðanna og þar segir eftirfarandi:
Lög um mótun fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða:
"Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af fjárfestingarheimildum í samþykktum sjóðsins og þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu"
Það blasir við að ef atvinnufjárfestar sjá ekki tækifæri á hagnaði í rekstri þessa flugfélags, þá getur það ekki verið hlutverk þeirra sem vinna við að gæta hagsmuna lífeyrisþega að halda óarðbærum atvinnurekstri á floti, þrátt fyrir öll eiginhagsmuna og vinatengsl.
Það sjá það allir sem ferðast hafa með Icelandair að félagið gefur sig út fyrir að vera fyrsta flokks áætlunarflugfélag en er í raun og veru þegar um borð er komið ekkert annað en hefðbundið lággjaldafélag með lágmarks þjónustu og þar að auki á eldgömlum vélum.
Hvað ágreininginn um kjör flugfreyja snertir, þá eru þau víst þannig að þegar nokkrar stöður eru auglýstar, þá sækja þúsundir um og eru samstundis tilbúin snúa baki við störfum sínum hvort sem um hjúkrunarkonur eða lögregluþjóna í fullu starfi er að ræða.
Að mínu mati, þá væri óhætt að fækka flugfreyjum um helming í takti við að mannfrek framleiðsla og tiltekt heitra máltíða og ókeypis drykkja tíðkast ekki lengur hjá þeim og hinni tímafreku þreytandi sölu heyrnartóla, glingurs og ilmvatna mætti alveg endilega sleppa.
Hvað flugmennina og flugvirkjana snertir, þá eru þeir allstaðar eftirsóttir svo ekki er beinlínis ástæða til að óttat um afdrif þeirra, en fyrir cabin crewið eru líklega einungis örfá arabisk olíuríkja félög sem geta boðið sambærileg kjör og tíðkuðust hjá Flugleiðum fyrir COVID-19.
Bíða eftir útboðslýsingu Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.