10.5.2020 | 15:22
80 ár frá hernámi Íslands.
Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að vopnaður breskur her gekk hér á land og hertók Ísland.
Þessi aðgerð var ekki framkvæmd með hagsmuni Íslands í huga, heldur einungis með hagsmuni Breta í fyrirrúmi, líkt og segja mætti líka um "Varnarsamninginn" við Bandaríkjamenn árið 1941.
Eins og ætíð tíðkast, þá er stór hluti hinnar hernumdu þjóðar ósáttur við ofbeldið, á meðan annar hluti landsmanna lætur sér vel líka og þjónar bókstaflega hinum nýju herrum til borðs og sængur og tekur í alla staði undir málflutning þeirra og gerir jafnvel enn.
Þó valtað hafi verið yfir hlutleysi, æru og stolt Íslendinga, þá gæti þessi hernaðaraðgerð þrátt fyrir allt hafa skipt sköpum um yfirráðin á Atlantshafi og þar með úrslitum styrjaldarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.