Mjór er mikils vísir.

Þessi nýi flutningasamningur er frábær stuðningur við Flugleiði á þessum síðustu og verstu tímum nú þegar flest helstu flugfélög heimsins standa á barmi gjaldþrots.

Líklegt verður að teljast að þessi tilteknu leiguflug til Evrópu séu fyrir atbeina kínverskra yfirvalda, sem með þessu litla verkefni vilja rétta lítilli vinaþjóð sinni hjálparhönd, því satt best að segja, þá eiga þeir líkast til sjálfir nægan flugvélaflota og varla myndu Lufthansa eða KLM fúlsa við flutningnum.

Eins og ég hef reyndar nýlega skrifað um hér á blogginu, þá væri upplagt fyrir Flugleiði að bjóða upp á (já, einmitt) beint flug á milli Íslands og Kína, því það gæfi sérstaklega Kínverjum á austurströndinni þægilegt tækifæri á að hefja eða ljúka hringferð sinni til hvort sem heldur Evrópu eða austurstrandar Bandaríkjanna.

Auðvitað gæfi þessi flugleið sömuleiðis Bandaríkjamönnum og Evrópubúum sama tækifærið á að slá fleiri flugur í einu höggi með millilendingu eða viðkomu á Íslandi.

Loks má ekki gleyma sívaxandi flutningum og ferðalögum okkar sjálfra til þessa fjarlæga heimshluta sem myndi vonandi spara okkur og alveg örugglega einfalda ferðalagið.


mbl.is Icelandair flytur lækningavörur til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir Icelandair en líka ákveðið tækifæri. Það er ugljóst að Icelandair ætti að hamra járnið á meðan það er heitt og drífa í að skipuleggja beint farþegaflug frá Kína til Íslands strax í júní. Ferðaþjónustan á Íslandi er í sárum og vantar sárlega ferðamenn og á sama tíma er Kína komið út úr Covid þokunni og vel efnaðir Kínverjar bíða í milljónavís, tilbúnir að ferðast á eigin spýtur til öruggra landa, og þar er Ísland auðvitað mjög ofarlega á listanum.

Icelandair ættu að geta flogið 2-3 flug á dag til og frá Kína áður en langt um líður með smá markaðsátaki í Kína með smekkfullar vélar af Kínverjum og þess utan virðist Þýskaland vera að komast fyrir vind, sem ætti að opna á flug til og frá Þýskalandi og vonandi komast þannig hjá fjöldauppsögnum. 

Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 11:28

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingi.

Ég þakka þér jákvæðar undirtektir og skil auðvitað þörf ferðaþjónustunar fyrir ferðamenn á færibandi, en ég var satt best að segja frekar að hugsa um svona tvær til þrjár ferðir á viku til að byrja með.

Ég hef reyndar heyrt að kínverskir ferðamenn séu mjög eftirsóttir í ferða iðnaði heimsins, en ég er ekki síður að hugsa um okkar eigin ferða hagsmuni, en vildi þó sérstaklega endurvekja orðstí Íslands sem ákjósanlegs stökkpalls eða millilendingastaðar, líkt og á gullöld flugfélagsins Loftleiða, sem mögulega kom okkur kom okkur upphaflega á kort alþjóðlegrar ferðaþjónustu.

Jónatan Karlsson, 25.4.2020 kl. 16:27

3 identicon

Við höfum nú ekki mikið upp úr að vera millilendingarstaður. Kínverjar sem á annað borð ferðast alla leið til Íslands stoppa yfirleitt í allavega viku og eyða almennt töluverðum upphæðum. 3 ferðir á dag þýðir c.a. 180.000 ferðamenn á ári. Það komu rúmlega 100.000 Kínverjar í fyrra þannig að við þyrftum líklega að tvöfalda þennan fjölda allavega til að eitthvað fari að rjátlast í rétta átt hjá ferðaþjónustunni. 

Þess má geta að ef 2 milljónir Kínverja myndu heimsækja Ísland á ári þá væri það sambærilegt við að 514 Íslendingar myndu heimsækja Kína, sem ætti ekki að vera óraunhæft markmið ef Kínverjar færu í smá markaðsátak á Íslandi. 

Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af okkar ferðahagsmunum í ár þ.e. við ætlum að ferðast innanlands í ár til að styðja við bakið á okkar eigin ferðaþjónustufyrirtækjum sem nú berjast í bökkum. 

Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 26.4.2020 kl. 01:36

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eftir því sem mér hefur skilist, þá er Ísland einungis eitt af jafnvel 4-5 löndum sem Kínverskir ferðamenn velja að heimsækja í Evrópuferð sinni, svo líklega er algengast að skipulagðir hópar þeirra gisti einungis hér tvær til þrjár nætur.

Öðru máli gegnir auðvitað um þá Kínverja sem eru búsettir í Evrópu eða Bandaríkjunum, en það virðast líka vera norðurljós, náttúrufegurð og afrek íþróttamanna okkar sem laða þá að.

Að mínu mati eru okkar helstu vandamál eða Akkilesarhælar Schengen og EFTA.

Jónatan Karlsson, 26.4.2020 kl. 12:05

5 identicon

Við ættum að sjálfsögðu að drífa í að segja okkur úr Schengen samstarfinu. Það er tómt böl og býður upp á innstreymi vandræðafólks. Það er algjört lágmark að við sem sjálfstæð þjóð stjórnum okkar eigin landamærum.

Þó Ríkislögreglustjóri hafi borið sig mannalega á blaðamannafundinum þegar hún var innt eftir þessu þá er líklega staðan hjá okkur þannig að á meðan ESB er með ytri landamæri Schengen lokuð þá er okkur ekki heimilt að hleypa kínverskum ferðamönnum til landsins og sitjum því í Covid súpunni þar til allri Evrópu er batnað - en það gæti tekið þetta ár. Ég bíð ekki í að láta ferðaþjónustuna bíða út þetta ár eftir erlendum ferðamönnum. 

Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 27.4.2020 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband