Nú er tækifæri til viðhalds og endurbóta.

Um þessar mundir hefur atvinnuleysi margfaldast, eins og liggur í augum uppi við þessar lamandi aðstæður sem eðlilega þýðir að öll ferðaþjónusta liggur niðri.

Þetta hefur í för með sér að tugir þúsunda verða atvinnulausir og lenda flestir á framfærslu hins opinbera um óákveðin tíma, en blasir það þá ekki við að nú er loks runnið upp tækifæri til að ráðast í viðhald og endurbætur á öllum helstu ferðamannastöðum landsins, sem á síðustu árum hafa bókstaflega verið fótum troðnir myrkranna á milli af tugum þúsunda ferðamanna, fyrir utan þá staðreynd að rándýrir iðnaðar-og verkamenn hafa ekki beinlínis legið á lausu.

Ég ímynda mér að í hópi þeirra á þriðja tugs þúsunda bústnu bæjar-og ríkisstarfsmanna sem á sinni könnu hafa að sjá um velferð og þrif þjóðfélagsins, hljóti að finnast einhverjir til þess bærir að sjá um og skipuleggja harðsnúna vinnuflokka sem á næstu mánuðum gætu t.a.m. komið svaðinu í kringum Geysi og allar hinar perlurnar í viðunnandi stand og má telja nokkuð öruggt að hægt væri að ná góðum samningum við nærliggjandi hótel um fæði og gistingu fyrir mannskapinn.

Mörg önnur þjóðþrifa verkefni bíða þess einungis að vaskir sveinar og meyjar taki sér kúst, pensil eða skóflu í hönd og þrífi og lagi t.d. grút-skítuga höfuðborgina, auðvitað undir leiðsögn sérfræðinga borgarinnar.


mbl.is Sérstakt átak til að ná útlendingum í skimun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband