Hamfarir stöðva notkun raftækja - ekki satt?

Í ljósi óveðurslægðarinnar sem gekk yfir Ísland fyrir nokkrum dögum, þá virðist ljóst að notkun rafknúinna ökutækja hér á landi er nokkrum annmörkum háð.

Það blasir við að fimm dögum eftir að þessu óveðri slotar, þá eru enn á landi hér staðir án rafmagns og töluverður fjöldi stofnana og heimila enn háður notkun varaaflsstöðva.

Hér á Íslandi má ætíð búast við öðrum og stærri hamförum en vondum veðrum og á það t.d. við um eldgos og jarðskjálfta sem við getum ekki lokað augunum fyrir, þó við auðvitað helst kysum það.

Það hlýtur að liggja í augum uppi að raflínunetið er betur varið neðanjarðar og auðvitað eiga allar stofnanir á borð við sjúkrastofnanir og samgöngumiðstöðvar að eiga vararafstöðvar, en nú á þessum síðustu loftlags-öfga-áróðurstímum þegar rafvæðing ökutækja er rómuð í hástert, þá vona ég þó okkar allra vegna að í það minnsta, að öll almennings og opinber farartæki verði ekki rafvædd og megi því treysta á í væntanlegum rafmagns truflunum.


mbl.is Búast má við rafmagnstruflunum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband