Óskiljanleg mismunun í kjölfar kynferðislegra ásakana.

Í þessu síðasta áreitis máli, þar sem eitthvað af kynferðislegum toga á að hafa farið úr böndum í Parísarferð starfsfólks Forsetaembættisins, sem ekki er þó skilgreint frekar, er viðkomandi dóna refsað með skriflegri áminningu um bót og betrun og málið dautt.

Önnur og harðari refsing var uppi á teningnum í máli kennarans við Háskólann í Reykjavík, sem sagði á lokaðri spjallsíðu eitthvað í þá átt að honum fyndist konur vera að verða ansi heimtufrekar.
Þessum virta kennara var umsvifalaust vikið úr starfi og að því virðist bannfærður hjá öðrum menntastofnunum.

Að lokum finnst mér undarlega lítið fjallað um opinberan vittnisburð Ara Magnússonar leikstjóra um raunverulega atburðarás í kvikmyndaupptökum þeim, sem voru helsta ástæða þess að ungur og sannarlega upprennandi leikari var sviptur kjóli og kalli og settur á sama svarta lista og fyrrnefndur kennari.


mbl.is Greiddu sjálfir fyrir vinnuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband