Lipur og lævís.

Það má Katrín Jakobsdóttir eiga, að hún er lævís og lipur í orðafari sínu öllu, eins og fram kom í spjallþættinum Sprengisandi í morgun, þegar spyrillinn forvitnaðist nærgætnislega um afstöðu hennar til Orkupakkans þriðja sem menn greinir svo mjög um.

Katrín lét sem hún væri öll af vilja gerð til að verja og vernda hagsmuni Íslendinga að því leyti, líkt og hvað sneri að jarðarkaupum erlendra og vitnaði í skorður þær sem aðrar þjóðir hafa sett í þeim málum.

Hún skautaði reyndar lipurlega yfir afstöðu sína varðandi væntanlegs samþykkis svika hyskisins, eins og ég vil kalla þá alþingismenn sem hyggjast samþykkja opnun þessa hliðs fyrir ESB að auðlindum þjóðarinnar og varpaði höfðinglega því fram að hún útilokaði ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um lagningu sæstrengsins, þó svo löngu sé komið fram að slík höfnun yrði dæmd ógild, alveg eins og bannið við innflutning á hráa kjötinu.


mbl.is Útilokar ekki þjóðaratkvæði um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband