21.4.2019 | 03:05
Fegurð í háloftum.
Ekki gerir lággjalda flugfélag þetta nú háar kröfur til flugfreyja sinna, þegar það auðmjúklega óskar eftir í það minnsta tveggja sentimetra hæð á skó þeirra.
Það vita allir sem hafa minnsta vit á kvennlegri fegurð, að háir hælar eru til þess falnir að draga enn frekar fram fegurð glæsilegrar konu og á það alveg sérstaklega við um einkennisklædda flugfreyju.
Á stuttum og enn fremur löngum tilbreytingar lausum flugferðum, er fegurð og falleg framkoma brosmildra fljóða óneitanlega einungis til þess falin að stytta ferðina.
Hjá alvöru áætlana flugfélögum sem bjóða farþegum sínum upp á veitingar, þar er starf flugfreyjunar auðvitað annað og erfiðara og því möguleg ástæða til að leyfa flatbotna skófatnað á meðan framleiðslu stendur.
Neyða kvenfólk í hælaskó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.