19.4.2019 | 07:41
Er orðið tímabært að þjóðin kjósi um EES aðildina?
Um þessar mundir stendur sem hæst tilfinninga þrunginn umræða um torskiljanlegt samþykki kjörinna fulltrúa okkar á þriðja áfanga Íslands að raforku neti Evrópu, auk nýgengina dóma bæði í Landsdómsmáli og þó sérstaklega hvað varðar valdboð EES um frjálsan innflutning á hráu kjöti frá óhreinum landbúnaðar svæðum Evrópu, auk þriggja milljarða sektargreiðslu úr vasa íslenskra neytenda.
Flestir eða allir íslenskir stjórnmálamenn virðast sammála um að EES aðildin hafi bæði kosti og galla í för með sér, en mér persónulega sýnist gallarnir sækja svo mjög á, að tímabært sé að gefa Íslendingum kost á að velja lýðræðislega hvorn heldur þeir velji, betur seint en aldrei.
Stuðningsmenn aðildarinnar ættu varla að óttast úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu, því að þeirra sögn eru kostirnir svo afgerandi, að þeim ætti ekki að reynast skotaskuld að leiða þjóðinni þá fyrir sjónir, þó almenningur þyki að þeirra mati illa gefinn, óalandi og óferjandi.
Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslanskir bændur munu aldrei geta keppt við kollega sína í ESB sem njóta gífurlegra ESBstyrkja eða um 40% af 145 Miljörðum eruo á ári sbr.
https://www.svt.se/nyheter/ekonomi/sa-spenderar-man-145-miljarder-euro-pa-ett-ar
Grímur (IP-tala skráð) 19.4.2019 kl. 10:04
Sæll Grímur.
Einmitt þess vegna er fráleitt fyrir litla rándýra Ísland að keppa við útlönd í öðru en gæðum.
Hvort sem um er að ræða ferðamennsku, matvæli eða græna orku, þá eru fleirri milljónir manna úti í hinum stóra heimi reiðubúnir að greiða það verð sem yfirlýst gæði kosta.
Evrópa er í raun og veru síður en svo vænlegur kostur að ánetjast öðrum fremur.
Jónatan Karlsson, 19.4.2019 kl. 12:10
Andstaða við O3 er ekki andstaða vð EES-samninginn. Þegar O3 hefur hins vegar verið þröngvað upp á íslensku þjóðina, þá fyrst mun hún rísa upp gegna EES-samningnum. Það er óhjákvæmilegt.
Júlíus Valsson, 19.4.2019 kl. 12:34
Ef Íslendingar ÞURFA að samþykkja orkupakka þrjú VEGNA EES samningsins, er ekki um annað að ræða en að segja EES samningnum upp eða í það minnsta að endurskoða hann.....
Jóhann Elíasson, 22.4.2019 kl. 10:11
Sælir félagar, Júlíus og Jóhann.
Afsakið síðbúið svar, en ég verð að viðurkenna að aldrei get ég fyrirgefið þáverandi forseta okkar að hafa hundsað alla þá tugi þúsunda Íslendinga sem rituðu nafn sitt undir bænaskjal til hennar um að hún vísaði umræddum samningi þeirra Jóns Baldvins og Davíðs í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Þessi samningur virðist látlaust vinda upp á sig til hins verra, svo hvað er til ráða?
Jónatan Karlsson, 23.4.2019 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.