Hlutdrægur dómur?

Landsréttur virðist því miður ætla að fylgja í spor annara dómstiga hér á landi, sem á hálfri öld hafa megnað að rúa dómskerfið öllu trausti og virðingu.

Nú um stundir byggjast dómar réttarins að miklu leyti á því sem dómarar kalla trúverðugan vitnisburð þess málsaðila sem þeir velja að styðja, sjálfrátt eða ósjálfrátt í takti við tíðarandann.

Jafnvel dómar í stærstu sakamálum upp úr öllum dómstigum eru því handahófskenndir og eru því fjölmörg dæmi um að saklausir menn hafi verið dæmdir til hárra refsinga og æru missis, án minnstu sannana og er það á almanna vitorði.

Í þessu máli fallast dómarar Landsréttar á að hlustandi Útvarps Sögu sem lagði umtalsverðar fjárhæðir í nokkur skipti inn á reikning eiganda stöðvarinnar, sem hún þekkti reyndar ekki neitt, en kemur síðan tveimur árum síðar og gerir kröfu um endurgreiðslu allrar fjárhæðarinnar, sem dómurum er síðan ætlað að trúa að hafi í raun og veru átt að hafa verið lán til bráð ókunnugar manneskju, án nokkura kvittana eða skuldaviðurkenninga.

Nú vill það til að þessi útvarpsstöð sem Arnþrúður á, er eingöngu rekin fyrir auglýsingatekjur og þó sérstaklega fyrir frjáls framlög einstaklinga á borð við mig og aðra þá sem aðhyllast frjálsa og óháða útvarpsstöð í því spillta hlutdræga fjölmiðla umhverfi sem við búum því miður við.

Að lokum verð ég að lýsa fyrirlitningu minni á ríkisstarfsmanni nokkrum sem ræðst ítrekað að Arnþrúði með svívirðingum og rógi á opinberum vettvangi, sem hlýtur að varða við allt eðlilegt laga umhverfi, en til að bæta gráu ofan á svart, þá er illfyglið vígður prestur í einni fallegustu kirkja Reykjavíkur og nær örugglega handgenginn biskupi.


mbl.is Arnþrúður þarf að endurgreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jónatan

Það athyglisverðast við þennan dóm er hvar sönnunarbyrðin lá. Í stað þess að sækjandi þurfi að sýna fram á sekt verjanda, þ.e. að sanna að um lán hafi verið að ræða, þá þurfi verjandi að sýna fram á sakleysi sitt, þ.e. að sanna að fjármunirnir voru gjöf. Þarna er réttarkerfinu snúið á haus, hinn ákærði talinn sekur þar til sakleysi er sannað. Er þetta ekki eitthvað undarlegt, eða er búið að snúa öllu á hvolf í okkar þjóðfélagi, einnig grundvellinum undir sjálft réttarkerfið?

Þegar lán er veitt er gerður um það samningur, undirritaður af báðum aðilum. Hins vegar er sjaldnast eitthvað skriflegt þegar um gjöf er að ræða. Kannski þarf maður að passa sig, að þegar maður á stórafmæli og ættingjar eða vinir færa manni eitthvað í tilefni dagsins, þá krefji maður viðkomandi um að gjöfin skuli skjalfærð sem gjöf?!

Gunnar Heiðarsson, 13.4.2019 kl. 08:16

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, sæll vertu Gunnar.

Það er því miður rétt hjá þér að þessi dómsúrskurður virðist öfugsnúinn, en það er ýmisslegt fleirra á Íslandi sem virðist hreinlega á hvolfi.

Hvað með hreinlyndi og ættjarðarást kjörinna fulltrúa og embættismanna og hvað segir bágborið ástand barna og ungmenna okkur um jafnréttis og uppeldismál síðustu áratuga?

Og hvað með ríkiskirkjuna sem þegnarnir snúa baki við í sí auknum mæli, vegna ókristilegra baráttumála biskups og algjörs sinnuleysis í öðrum.

Hvað hatrammasta andstæðing umræddar útvarpsstöðvar varðar, þá hlustaði ég á skrautlegt viðtalið við hann sem átti sér stað þegar Arnþrúður var í fullri vinsemd að hringja í frambjóðendur til embættis Forseta Íslands og hitti svona líka óheppilega á sérann, að hann dró í kjölfarið framboðið tilbaka.

Jónatan Karlsson, 13.4.2019 kl. 09:56

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sérann sá arna á margt líkt með prestum hér fyrr á öldum, þegar þeir drottnuðu yfir lýðnum og bannfærðu hvern sem ekki var þeim þóknanlegur. Ekki eykur það tiltrú til kirkjunnar.

Það er eins og eitthvað hafi hlaupið í höfuð kjörinna fulltrúa hér á landi, vinnufólk okkar landsmanna. Engu er líkara en þeir telji sitt hellst verkefni vera að svíkja allt sem sagt er og að höfuð áherslu eigi að leggja á að veikja hér lýðræðið sem mest.

Gunnar Heiðarsson, 13.4.2019 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband