Gleymið því aldrei að Bjarni og Katrín....

Nú í aðdraganda samþykktar þriðja orkupakka EES, sem vissulega er aðeins enn eitt skref í átt að fullveldis sölu Íslands, er við hæfi að minnast þess að bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru í hópi þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með því að íslensku þjóðinni bæri að axla ólögvarðar og alls ókleifar Icesave byrðarnar - með auðlindir okkar að veði.

Aðeins vegna staðfestu frábærs forseta, föðurlandsvinarins Ólafs Ragnars Grímssonar tókst þjóðinni að afstýra atlögunni.


mbl.is Spurt og svarað um þriðja orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega er þetta eitthvað sem erfitt er að sporna gegn rétt eins og orkupakka 1 og 2 vegna þess að við erum í EES. Aðal málið er að sjálfsögðu að samþykkja aldrei sæstreng sem virkjar í raun þetta afsal orkuauðlinda. Við verðum eiginlega að skoða hvort okkur sé vært lengur í EES. Veit að það er aukin mótstaða gegn EES í Noregi.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 12:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Engin hætta á að hið ískalda mat Bjarna gleymist, en frost hefur víst slæm áhrif á heilafrumur.    

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2019 kl. 13:18

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Victoria Nuland, fyrrverandi aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna heyrðist segja við forseta eins af Baltnesku löndunum, að Bandaríkin hefðu lagt til fimm billjón dollara til hinnar svokölluðu byltingar í Úkraníu.

Aðeins 10 prósent af þeirri upphæð til eitt hundrað valinna einstaklinga hér í landsölunni myndu vera u.þ.b. 600 milljónir á haus, eða fimm milljón dollarar.

Jónatan Karlsson, 4.4.2019 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband