1.4.2019 | 20:15
Gleymið því aldrei að Bjarni og Katrín....
Nú í aðdraganda samþykktar þriðja orkupakka EES, sem vissulega er aðeins enn eitt skref í átt að fullveldis sölu Íslands, er við hæfi að minnast þess að bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru í hópi þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með því að íslensku þjóðinni bæri að axla ólögvarðar og alls ókleifar Icesave byrðarnar - með auðlindir okkar að veði.
Aðeins vegna staðfestu frábærs forseta, föðurlandsvinarins Ólafs Ragnars Grímssonar tókst þjóðinni að afstýra atlögunni.
Spurt og svarað um þriðja orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sennilega er þetta eitthvað sem erfitt er að sporna gegn rétt eins og orkupakka 1 og 2 vegna þess að við erum í EES. Aðal málið er að sjálfsögðu að samþykkja aldrei sæstreng sem virkjar í raun þetta afsal orkuauðlinda. Við verðum eiginlega að skoða hvort okkur sé vært lengur í EES. Veit að það er aukin mótstaða gegn EES í Noregi.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 12:54
Engin hætta á að hið ískalda mat Bjarna gleymist, en frost hefur víst slæm áhrif á heilafrumur.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2019 kl. 13:18
Victoria Nuland, fyrrverandi aðstoðar-utanríkisráðherra Bandaríkjanna heyrðist segja við forseta eins af Baltnesku löndunum, að Bandaríkin hefðu lagt til fimm billjón dollara til hinnar svokölluðu byltingar í Úkraníu.
Aðeins 10 prósent af þeirri upphæð til eitt hundrað valinna einstaklinga hér í landsölunni myndu vera u.þ.b. 600 milljónir á haus, eða fimm milljón dollarar.
Jónatan Karlsson, 4.4.2019 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.