Landráð eða drottinsvik?

Nú er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur búin að samþykkja að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir að hafa ekki ítrekað getað svarað því skýrt og skilmerkilega hver hagur Íslands væri af þeim samningi.

Heiðursmaðurinn og föðurlandsvinurinn, Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar og Frjáls lands sagði það blátt áfram í viðtali á Útvarpi Sögu nú nýverið, að miðað við þau óljósu svör, út og suður sem fengist hafa frá ráðherrunum Bjarna, Gunnlaugi og Þórdísi um kosti þess að samþykkja þennan samning, þá mætti nánast álíta að þau hafi einhverja persónulega hagsmuni af málinu.

Það sem veðurfræðingurinn er að ýja að liggur auðvitað í augum uppi og er engin ný fræði, því að í þessu tilfelli eru þessir ráðherrar og mögulega Forseti Lýðveldisins að fórna öllum frekari stjórnmála frama á Íslandssögunni og mannorðinu að auki fyrir ónefndan ávinning, sem á mannamáli kallast mútur og þær stórfelldar.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband