16.11.2018 | 12:05
Er skyndileg frestun umsóknar aðeins sönnun um illan ásetning?
Óvænt ákvörðun erindreka þriðja orkupakkans að fresta umsókninni um sinn, er í raun og veru einungis staðfesting á illum ásetningi þeirra, því allt stefndi í að frumvarpinu yrði hafnað.
Hávær mótmæli fjölmargra þjóðernissinna er vöruðu við hörmulegum afleiðingum þess, ef þessi augljósi landráða samningur yrði staðfestur og ekki síður þær fullyrðingar er heyrðust æ oftar, að þeir ráðamenn sem ætluðu virkilega að samþykkja þetta ráðabrugg á einungis þeim forsendum að forðast að hleypa úreltum EES samning í uppnám, að þeir væru drifnir af annarlegum hvötum, eða með öðrum orðum á ónefndum og líklega erlendum spena.
Það er nauðsynlegt að allir föðurlandsvinir haldi vöku sinni, því þó þessari atlögu hafi verið hrint, þá er stríðið um auðlindir Íslands aðeins rétt að byrja og næsta árás í vor eð fyrr, eflaust í burðarliðnum.
Útilokar ekki frekari frestun orkupakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónatan. Þú segir: "að þeir væru drifnir af annarlegum hvötum, eða með öðrum orðum á ónefndum og líklega erlendum spena." Er ekki bara rétt að orða það eins og það er, að þiggja mútur. Þetta er ljótt orð, en eftir því sem ég fylgist betur með því sem er að gerast og horfi á hvernig sumir eru ofsafengnir ESB sinnar og aðrir sem maður hélt að væru andsnúnir ESB aðild snúast eins og vindhanar, vitandi ekki hvernig þeir eigi að vara.
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.11.2018 kl. 12:47
Hvaða umsókn?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2018 kl. 13:36
Sæll Tómas Ibsen.
Auðvitað er ég sammála þér, því óheilindin hreinlega æpa á mann.
&
Sæll Guðmundur.
Er ekki óhætt að kalla að þú sért að hengja þig í óþarfa orðhengilshátt, þegar ég skrifa að vísu ranglega: “fresta umsókn” í stað: “fresta innleiðingu”
Að öðru leyti vona ég að textinn sé ekki of tyrfinn.
Jónatan Karlsson, 16.11.2018 kl. 14:25
Er ekki orðhengilsháttur að kalla rétta hugtakanotkun orðhengilshátt?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2018 kl. 14:33
Sæll Jónatan - sem og aðrir gestir, þínir !
Jónatan !
Þarf enga sérstaka föðurlandsvini til: að sjá í gegnum plott Brussel vinnukonunnar Þórdísar þessarrar Reykfirzku Kolbrúnar Gylfadóttur.
Hún er steypt - í það mót, sem Engeyingunum hentar hvað bezt, í óþrjótandi uppivöðzlu þeirra, gagnvart íslenzkum hagsmunum:: líkt Guðlaugi Þór Þórðarsyni (styrkja- Gulla), meðfram þeim Bjarna Benediktssyni og Birni Bjarnasyni, enda, ....... öll gangandi erinda Fjórða ríkisins (ESB), leynt og ljóst, þó yfirmáta græðgi knýi þá frændurna Bjarna og Björn áfram:: jafnvel, umfram þau Þórdísi og Guðlaug og þeir reyni lítt að dylja, svo sem.
Hins vegar: sé ásjóna Þórdísar Kolbrúnar nánar skoðuð sézt mæta vel, hversu vel heppnuð (kven) útgáfa Bjarna Benediktssonar er þar á ferð, og græðgin og hrokinn leyna sér ekki í hennar fari, fremur en þeirra Bjarna.
Tómas Ibsen !
Ágætt - að loks sé farið að renna upp fyrir þér, hvers lags glæpa flokki þú hefur fylgt að málum til þessa (lesizt: Sjálfstæðisflokkinn, og attaníossa hans / hinna ýmsu flokka, annarra), ágæti drengur.
Guðmundur fornvinur Ásgeirsson !
Löngu tímabært: að vinir þínir Píratarnir, fari nú að hrækja enn frekar í lófa sér, í þeim tiltektum, sem fram þurfa að fara, þó svo framtak Björns Leví´s Gunnarssonar gagnvart Benzín þjófnum Ásmundi ökumanni Friðrikssyni, lofi bara nokkuð góðu.
Björn Leví þarf - í framhaldinu, að snúa sér að þjófnuðum Steingríms J. Sigfússonar (allar götur: frá árinu 1983), úr vösum landsmanna, ekki síður, t.d.
Jónatan !
Haltu áfram: að berja á sjálftökuliði mútuþægninnar / ekki veitir af.
Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.11.2018 kl. 16:38
Allt í lagi Guðmundur.
Höfum það eins og þér líkar best, svo þú getir óáreittur beint athygli þinni óskertri að innihaldi færslunar.
&
Óskar Helgi.
Þakka þína mergjuðu athugasemd og ætíð samstöðuna gegn óvinum Íslands.
Jónatan Karlsson, 17.11.2018 kl. 02:18
Sælir - á ný !
Jónatan !
Þakka þér fyrir: ágætar viðtökur / minna ábendinga.
En - , ................................. næsta skref, í viðureigninni við Engeyjar illþýðið og fylgiraddir þess þyrfti að vera, að koma á fundum sem og vopna söfnunum:: svona, í anda Hvíta Hersins Rússneska (1917 - 1922), þá þeir reyndu að yfirbuga Lenínistana, sem og Kúómingtang hreyfingarinnar austur í Kína, gegn Maó liðinu: undir leiðsögn Chiangs Kai- shek Herstjóra (1887 - 1975), þó undan yrðu að láta síga, en stofnuðu hið ágæta fyrirmyndarríki austur á Taíwan (Formósu 1949), sem leiðandi hefur verið í alls lags tækni framförum sem og vísindum: margvíslegum.
Allla vegana Jónatan: og þið hinir, verður eitthvað mikið að ske hérlendis, eigi landsmenn ekki hreinlega, að rotna niður endanlega undir hæl núverandi ÓSTJÓRNAR, í landinu !
Með sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2018 kl. 11:34
Öllum sönnum fullveldissinnum blöskrar framferði ríkistjórnarinnar í þessu máli. Hér er fyrst og fremst um að ræða fullveldismál íslensku þjóðarinnar sem stutt er af Landsfundarályktunum bæði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. VG eru vinglar í þessu máli eins og í Icesave málinu og standa ekki með þjóðinni. Furðulegt að þeir styðji framsal orku Íslands til erlendra aðila. Hvað veldur?
Ætla Íslendingar að framselja yfirráð og völd yfir helstu orkuauðlind lnadsinsu og afurð hennar, raforkunni til erlends ríkjasambands þ.e. ESB? Um það snýst málið. Málið er því afar einfalt og ekki með nokkrum hætti hægt að sannfæra þjóðina um annað. Þjóðin hafnaði Icesave, þjóðin mun hafna 3. orkutilskipun ESB.
Mark my words!
Júlíus Valsson, 17.11.2018 kl. 16:15
Óskar Helgi.
Það má til sanns vegar færa að skynsamlegt sé að búa sig undir það versta hér í ósómanum, en hvað Taíwan og Kína varðar, þá held ég að það sé einungis spurning um tíma hvenær þau fallast í faðma á ný.
&
Júlíus.
Það er örugglega 100 prósent öruggt að þjóðin gefur hvorki erlendum né innlendum auðhringjum gullin okkar, en nokkur lýsandi dæmi á síðustu áratugum, sýna að það dugir skammt á meðan svokallaðir lagana verðir gráir fyrir járnum hlýða blint skipunum ríkisstjórnar með allri þeirri valdbeitingu sem með þarf, burtséð frá öllum þjóðarvilja og lagabókstaf.
Jónatan Karlsson, 18.11.2018 kl. 02:30
Sælir - sem fyrr !
Jónatan !
Ég ætla bara rétt að vona: að fylgjendur Kúómingtang hreyfingarinnar / sem og aðrir borgarar Lýðveldisins Kína (á Taíwan) láti ekki blekkjast af einhverjum mögulegum fagurgala og Gylliboðum, í framtíðinni, af hálfu Peking stjórnarinnar.
Engin launung er það - að Kínverskir Kommúnistar (Peking stjórnin) mun reyna:: með góðu eða þá illu, að ná tangarhaldi á Taíwan, og yrði það til stórra tjóna Kínverskum þjóðfrelsisinnum í framtíðinni, yrði sú lending ofan á.
Ég vona að minnsta kosti: að það verði ekki niðurstaðan, heldur þvert á móti, að liðsmönnum Chiangs Kai- shek heitins nái að takast valdataka í Peking, þó síðar yrði.
Með sömu kveðjum - sem öllum áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2018 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.