14.10.2018 | 11:20
Eigum við bara að styðja þjóðarmorð Ísraela?
Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum sem stödd er hér á landi vegna friðarráðstefnu hvetur Íslendinga til að sniðganga væntanlega Eurovision keppni í Ísrael vegna þess áratuga landráns og mannréttindabrota sem þar eru stunduð - eins og allir vita.
Auðvitað mætti nýta fjármuni hinna örfáu skattgreiðenda hér á náskerinu betur en að sóa því í svoleiðis glimmer skrautsýningar og aldrei verður það nægilega ítrekað að einmitt þetta gráðuga her, eða öllu heldur herraveldi er ekki einu sinni Evrópuríki, svo það sé nú enn sagt.
Annars er tilefni þessa pistils enn ein lítil frétt gærdagsins hér á mbl.is, þar sem sagt er frá palestínskri móður sem grýtt var til dauða af hinum svokölluðu landnemum. Yfirleitt eru fórnarlömbin þó börn eða unglingar sem hreinlega eru skotin á færi.
Þessar daglegu fréttir af morðum á þessum "untermench" virðast þó ekki hræra hjörtu hinna sannkristnu, frekar en ekki hvað, en ábendingar á borð við þennan greinarstúf minn valda hinum sömu þvert á móti vonandi bæði sárindum og hugarangri.
Ekki taka þátt í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
1: Það er ekkert þjóðarmorð að eiga sér stað
2: það er ekki hægt að ræna því sem maður á fyrir
það myndi vissulega spara okkur helling að taka ekki þátt í júróvisjón, en þá yrði betra að við segðum hreint út að við værum að gera það af sparnaðarástæðum frekar enn vegna einhverra lygasagna.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.10.2018 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.