12.6.2018 | 07:09
Guðni gunga?
Stuðningshátíð verður haldin í miðborg Moskvu í Rússlandi fyrir leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn. Tónlistarmennirnir Friðrik Dór og Jón Jónsson munu troða upp og Tólfan mun koma mannskapnum í gírinn.
Það eru sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan sem bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins og gestum og gangandi að hita upp fyrir leikinn á laugardag. Víkingaklappið góða verður að sjálfsögðu í hávegum haft og mun Tólfan sjá um að allir nái að klappa í takt.
Það sker hreinlega í augun að nafn Forseta Íslands sem sækir annars helst öll pollamót og viðburði er hvergi sjáanlegt í dagskránni.
Það heyrist æ oftar að Guðni hafi í raun verið frambjóðandi hinnar svokölluðu fjármála elítu og muni því aldrei ganga gegn hagsmunum hennar, á meðan aðrir segja að hann þori bara ekki að óhlýðnast þeim Bjarna og félögum.
Hvað veit ég?
Stuðningshátíð í miðborg Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.