18.5.2018 | 15:16
Og sagan mun endurtaka sig.
Það er dæmigert fyrir stöðu Bandaríkjanna rúmum sjötíu árum eftir lok síðustu heimstyrjaldar, að skipa illræmdan yfirmann pyntinga úr einu af mörgum fangelsum þeirra á erlendri grund, til að taka við stöðu yfirmanns CIA, þeirrar ógnvekjandi stofnunar sem beitir miskunarlaust öllum brögðum um heim allan til að viðhalda stöðu Bandaríkjanna sem öflugasta stórveldi jarðar.
En nú eru blikur á lofti. Stórveldi koma og fara, eins og sagan sýnir okkur og nú blasa við fjörbrot risans í vestri, hvert sem litið er.
Auðvitað má telja upp fjölda vísbendinga um fyrirsjáanlegar breytingar á valdajafnvægi heimsins, en nú eru þolmörk Bandaríkjana einfaldlega að bresta og auðvitað það einasta sem getur bjargað áframhaldandi forystuhlutverki þeirra er ný heimsstyrjöld á borð við þá síðustu, sem auðvitað náði loks að rétta fjárhag Bandaríkjana eftir heimskreppuna miklu og varð til að gera þau að því stórveldi sem þau nú framlengja nánast dag frá degi með öllum tiltækum aðferðum og taumlausri prentun dollara.
Bandaríkin og illræmdir fjárhaldsmenn þeirra eru einfaldlega nú um þessar mundir eitraðari og varhugaverðari félagsskapur, en þau hafa nokkurn tíma verið.
Gina Haspel nýr yfirmaður CIA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála ... það er hræðilegt að vita, hvernig komið er fyrir bandaríkjunum.
Örn Einar Hansen, 18.5.2018 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.