8.4.2018 | 10:05
Íslenska þjóðfylkingin er þó með skýr stefnumál.
Það er mikill fengur að sjá fram á að hægt sé að kjósa framboð hér í Reykjavík í komandi kosningum sem sýnir á öll spil sín og engin sjáanleg ástæða til að efast um góðan ásetning þeirra.
Það er rúmur mánuður til kosninga hér í spillingarbælinu Reykjavík og enginn kosningarbarátta er merkjanleg, sem þýðir einfaldlega að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eru nú þegar búnir að semja um samstarf og allir una glaðir við sitt.
Rekstur og stjórnun höfuðborgarinnar er einfaldlega til skammar og við öllum blasir glæpsamleg mismunun og klíkustarfsemi, þrátt fyrir kjörlendi og góða tíma.
Svívirðilega hagsmuna gæslu ríkjandi borgarstjórnar er of langt mál að fjalla um hér, en það má nefna stóru vonbrigðin þegar almennir Sjálfstæðismenn völdu nýjan leiðtoga, en flokkseigendur stilltu upp að baki honum föngulegum lista, þar sem einasta umtalsverða afrek einnar efstu dísarinnar var að vera eiginkona frækins liðsmanns Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og tengdadóttir ritstjóra Fréttablaðsins.
Miðflokkurinn diskaði upp með Vigdísi Hauksdóttur sem gerist prúð og spök í fylgd Skagfirska ljónsins sem enn lifir praktuglega á frækilegri baráttu sinni, frá tímum götuvígja málaliða uppreisnarinnar í Kænugarði.
Loks má bæta við að Flokkur fólksins birti loks fölleitt framboð sitt og stjórnarflokkinn Framsókn þekkja allir og loks bættist Höfuðborgarlistinn við, sem lítur blessunarlega út fyrir að vera hreinn og beinn.
Guðmundur Karl leiðir í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.