Á hvers vegum gengur Guðni?

Framganga forseta þjóðarinnar síðustu daga vekur óneitanlega upp spurningar sem krefjast svara.

Skoðanir og afstaða Guðna í ýmsum umdeilanlegum málum voru reyndar þekkt fyrir kjör hans og auðvitað blasti við hverjir voru bakhjarlar hans, en verður þessi geðþekki náungi þá ekki enn frekar að gæta að því að missa ekki grímuna ef hann heldur áfram að ætla að troða umbjóðendum sínum í valdasæti með þvílíku offorsi.

Það má eflaust færa frambærileg rök fyrir fyrstu ákvörðun hans um að láta Katrínu í hendur umboð til stjórnarmyndunar, en að endurtaka nú leikinn er ekkert annað en vandræðalegt fyrir hann.

Sjálfstæðisflokkurinn er óneitanlega lang fjölmennasti flokkur landsins og þeir tveir flokkar sem hver óblindur ætti að sjá að sem sigurvegara þessara kosninga voru Miðflokkur Sigmundar Davíðs og Flokkur fólksins.


mbl.is Þingflokkur VG fundar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að ég telji mig ekkert sérstakan samsæringasmið þá lá það fyrir að RÚV liðið hafði lært af mistökum með Þóru og létu þannig ekki gerast aftur. Takið sem RÚV hafði náð á Bessastöðum rýrnaði mjög eftir að Dorrit kom til sögunnar en hefur nú endurnýjast.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.11.2017 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband