21.10.2017 | 10:56
Ómarktækar skoðanakannanir?
Nýlega skaut skoðanakönnun kleinuhringjaverslunar hér í Reykjavík öllum helstu skoðanakönnunar fyrirtækjum ref fyrir rass í kosningaspá sinni, sem er einfaldlega sönnun þess hve ómarktækar þessar dýru vísindalegu kannanir eru í raun og veru.
Það er þekkt staðreynd að hægt er að panta hentugar niðurstöður hjá þessum fyrirtækjum sem sérhæfa sig á þessu sviði og mætti því álíta að helsta snilli þessara sérfræðinga snúist helst um val á útvöldu úrtaki viðmælenda og ekki síður framsetningu spurninganna.
Eitt lýsandi dæmi um áreiðanleika eins af þessum fyrirtækjum sem enn þykir fínn pappír í þessum bransa, var í síðasta góðæri fengið til að verðmeta SPRON í aðdraganda skrásetningar á markað í Kauphöllina og var mat Capasent Gallup að virðið væri 60 milljarðar.
Upphófst þá mikil gleði og fréttist síðar að allir aðstandendur bankans og nokkrir aðrir góðborgarar hefðu í skyndi selt öll bréf sín á hinum gráa markaði fyrir tugi og hundruði milljóna, en þegar SPRON síðan var skrásett, þá reyndist skrásett virði þess einungis vera u.þ.b. 16 milljarðar.
Þessi tvö dæmi um kleinuhringjabúðina og verðmiðann á sparisjóðnum gætu gefið tilefni til að gera kannanir á marktæki þessara fyrirtækja að komandi kosningum loknum, en ég læt að lokum eigin kosningaspá fylgja með:
Sjálfstæðisflokkur.............20%
Flokkur fólksins...............20%
Vinstri græn...................15%
Miðjuflokkur...................15%
Píratar........................10%
Samfylking.....................10%
Framsókn........................4%
Björt framtíð...................3%
Viðreisn........................3%
Vinstri grænir lækka flugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi er sérlega ómarktæk, Flokkur fólksins er búið spil og fær ekkert.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.10.2017 kl. 12:53
Það gleður mig að þessi óvísindalega spá mín hreifi við þér Jón Ingi, án þess þó að vona að hún slái þig endanlega út af laginu.
Jónatan Karlsson, 21.10.2017 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.