Þjóðernishyggja á báða bóga?

Helsta ástæða mótmæla hvítra engilsaxneskra Bandaríkjamanna í bænum Charlotteville í Virginíu er sú að bæjarráð borgarinnar ákvað að rífa styttu af einum fræknasta herforingja Suðurríkjanna, Robert E. Lee.

Þetta minnismerki stendur nú í samnefndum Lee Park og hefur staðið þar síðan 1924 og telst þar að auki til sagnfræðilegra minnisvarða þar í landi.

Líkleg ástæða fyrir öfgafullri og ögrandi samþykkt bæjarráðsins er líklega sú að rúmlega helmingur bæjarbúa eru blökkumenn og flestir örugglega demokratar, svo undarlegt sem það kann að hljóma, því það voru reyndar republikanar ásamt Lincolni forseta, sem börðust og fórnuðu lífi sínu fyrir afnámi þrælahaldsins á sínum tíma.

Önnur saga er auðvitað sú staðreynd að bæði hvítir og litaðir sem stöðugt troða illsakir eru í raun og veru ekkert annað en aðfluttir nýbúar í þessu hræsni bæli, því afkomendur frumbyggjanna sem ekki var slátrað í upphafi og tórðu af þá sannkölluðu helför eru enn kúgaðir og haldið í fjötrum eineltis og niðurlægingar, þó lítið sé nú fjallað um það.


mbl.is Trump hafi líka fordæmt þjóðernissinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband