1.7.2017 | 13:09
Villimannslegar áætlanir?
Það er sorglegt að lesa þessa frétt um fyrirhugaðar áætlanir yfirvalda, að taka æskuheimili Adolfs Hitlers eignarnámi af réttmætum eiganda þess, í þeim tilgangi einum að rífa það og tortíma.
Þessar áætlanir stjórnvalda í Austurríki minna helst á skemmdarverk þau sem sturlaðir ofstækismenn í Mið-Austurlöndum hafa stundað á undanförnum árum, þar sem þeir hafa sprengt og eyðilagt ómetanlegar minjar.
Það má auðvitað deila um arfleið Hitlers og sitt sýnist hverjum, en óumdeilanlega er þessi maður ódauðlegt og örugglega eitt af stærstu nöfnum áhrifavalda tuttugustu aldarinnar.
Því verður heldur ekki andmælt að einungis er einn mannsaldur, eða u.þ.b. áttatíu ár síðan Foringinn ók táknrænt í opinni Mercedes-Benz glæsibifreið sinni yfir landamærin til Austurríkis í tilefni sameiningar ríkjanna við slík fagnaðarlæti mannfjöldans, að við liggur að enn megi heyra bergmál "Sieg heil" hrópa austurrísku þjóðarinnar.
Eignarnám Hitlers-húss staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, þetta var fínt hjá þeim, vel ráðið. Maðurinn var ógeðslegur fjöldamorðingi og á það ekki skilið að hans sé minnzt með neinni hlýju. Þar að auki lét hann keyra yfir sjálfstæði Austurríkis með bellibrögðum, undirróðri og þrýstingi.
Jón Valur Jensson, 2.7.2017 kl. 10:41
Það var nú heldur enginn að tala um að minnast Hitlers sáluga með neinni hlýju, en heldur þú ekki að samtíma saga okkar hefði ekki farið mýkri höndum um hann ef Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að styðja hann í baráttunni við bolsévikana, eins og hann reiknaði eflaust með?
Jónatan Karlsson, 2.7.2017 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.