Aprílgabb eða eitthvað verra?

Ef 10.000 króna seðillinn, 5000 og fáséður 2000 króna seðillinn hefðu ekki verið hannaðir, framleiddir og síðan settir í umferð með hundraða milljóna kostnaði, þá væru rökin fyrir að ógilda þessa seðla e.t.v. marktæk, en þessi nýjustu áform þeirra Benedikts, Bjarna og Más geta því miður aðeins flokkast undir stórfelld afglöp eða spillingu.

Hagsmunatengsl þeirra frænda við helstu kortafyrirtæki landsins eru alþekkt líkt og segja má um alla þá einkavinavæðingu sem auðvelt er að ímynda sér í kringum alla þessa seðla útgáfu.

Ekki er hægt að halda því fram að yfirvöld og/eða Seðlabanki hafi ekki verið vöruð við framkvæmdinni, m.a. með skrifum og ábendingum hér á þessum vettvangi og erfitt er að trúa því að jafnvel glitrandi kókaín hugljómun næði óáreitt upp í gegnum allt framleiðslu ferlið, þannig að landlæga spillingar og einkavinavæðingin er að mínu mati, venju samkvæmt líklegasta orsök þessa nýjasta vafnings.


mbl.is 10.000 króna seðillinn úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband