23.4.2017 | 22:49
Kaupum íslenskt.
Ef íslenskir embættis og stjórnmálamenn væru ekki ýmist spilltir eða ótrúlegir bjánar, þá ættu þeir auðvitað að berja í borðið og fylgja fordæmi Bandaríkjamanna, sem í allri sinni þróunaraðstoð fylgja þeirri skynsamlegu hefð, að láta alla þeirra aðstoð byggist á matvælum eða vörum sem framleiddar eru heima fyrir.
Í þessari umfjöllun um hruninn skreiðar og hausa útflutning Íslendinga á Afríku markað kemur fram að líklega verði að urða þessi næringarfullu matvæli sökum fátæktar Nígeríumanna.
Alþjóðleg hjálparsamtök á borð við Rauða Krossinn bera kinnroðalaust á borð fyrir okkur skattgreiðendur að þau kæri sig ekki um íslensk hágæða matvæli, heldur aðeins peninga og það gjaldeyri, sem lauslega er áætlað er að rýrni um áttatíu prósent á leiðinni til Afríku og það sem eftir stendur renni því auðvitað til þess að styrkja Bandarískan iðnað og landbúnað.
Ráðamenn okkar halda því reyndar blákalt fram að nánast einungis Amerískt hnetusmjör gagnist þessu hungraða og vannærða fólki. Þvílíkt bull.
Ríkisstjórn Íslands á tafarlaust að breyta um stefnu í öllu hjálparstarfi sínu til hungraðs heims og kaupa hágæða próteinrík matvæli sem við eigum nóg af og senda þau beint þangað sem þeirra er þörf og hætta að fjármagna núverandi spillingu.
![]() |
Verður ekki mikið íslenskara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.